Skírnir - 01.01.1950, Page 176
166
Þorkell Jóhannesson
Skírnir
sem vottar bréf hans til Sunnlendinga, ritað í Kalmanstungu
vorið 1548. Samkvæmt þessu er hann viðstaddur í Skálholti
27. júní, er þar var til biskups kjörinn Sigvarður ábóti Hall-
dórsson í Þykkvabæ. En hér tekur að vandast málið fyrir
Jóni biskupi. Ekki verður annað séð en að það væri alger
fásinna að senda kaþólskan mann á fund Kristjáns III. til
þess að leita staðfestingar á biskupskjöri hans og biskups-
vígslu í Kaupmannahöfn. Staðfestinguna myndi konungur
aldrei veita, og biskupsvígsla framin af Pétri Palladíus, eða
öðrrnn viðhka villutrúar biskupi, hlaut að vera marklaus at-
höfn í augum Jóns Arasonar. Virtist því í fullt öngþveiti
stefnt með biskupskjöri Sigvarðar ábóta og engin leið sjáan-
leg út úr þeim ógöngum. Og ekki bætti það úr skák, að
flokkur siðskiptamanna lét sem vænta mátti ekki sitt eftir
liggja, er klerkar úr þeirra hópi kusu til biskups Martein
Einarsson. Fór hann við það jafnskjótt utan, fékk staðfest-
ingu konungs á kjöri sínu og var vígður til Skálholts vorið
1549. Sigvarðm- fékk sem vænta mátti enga áheym, var kyrr-
settur í Danmörku og eyddi því, sem eftir var af ævinni,
við að nema lútersk fræði, og er hann úr sögunni.
Jón Arason átti vísa von mótspymu úr tveimur áttum,
frá fylgismönnum Marteins Einarssonar og frá konungi.
Reið honum fyrst og fremst á því að bæla niður mótspym-
una innanlands, ef nokkur von átti til þess að vera, að Is-
lendingar gætu staðið gegn vilja konungs um að koma hér
á kirkjuskipan sinni og haldið kaþólskan sið. Þetta mistókst
og olli því að nokkru óbilgimi og þrályndi biskups sjálfs.
Verður hér enn fljótt yfir sögu farið.
Þegar Marteinn Einarsson réðst utan sumarið 1548, setti
hann til gæzlu Skálholtsstóls af sinni hálfu bróður sinn, Pét-
ur Einarsson, og mág sinn, Daða Guðmundsson í Snóksdal.
Náði Jón Arason ekki Skálholti úr höndum þeirra fyrst um
sinn. En biskupsverk framdi hann syðra í ýmsum stöðum.
Brátt sneri hann sókn á hendur Daða Guðmundssyni, gerði
för mikla í Dali vestur haustið 1548 og lét dóm ganga um
sakir, er hann þóttist hafa á hendur honum. En þær vom
bæði margar og stórar, því að Daði hafði lengi átt sökótt