Skírnir - 01.01.1950, Page 177
Skírnir
Jón biskup Arason
167
vegna kvennamála og annarra misbresta á grandvöru lífemi,
jarðamála og svo mótþróa við Jón biskup. Eigi skipaðist Daði
við þetta, og var hann síðan bannfærður í ársbyrjun 1549.
Vorið 1549 kom Marteinn Einarsson úr vígsluför sinni.
Smnarið 1548 hafði konungur ráðið að stefna Jóni Arasyni
utan á sinn fund, sem að sjálfsögðu var tilgangslaust, enda
sneri hann brátt við blaðinu og lýsti biskup friðlausan og
útlægan vegna óhlýðni við sig og aðrar sakir. Enn fremm-
ritaði hann Daða Guðmundssyni bréf um að handtaka Jón
biskup og sonu hans. Bréf þessi munu hafa komið út með
Marteini biskupi, því að hirðstjórinn, Lárentzíus Mule, kom
ekki til Islands þetta sumar. Ekki kom Jón Arason til Al-
þingis 1549. Var sem hann hikaði nokkuð í bili, hvað af skyldi
ráða. Nú var aðstaðan breytt og ekki lengur biskupslaust í
Skálholti. Þess var einnig að vænta, að Marteinn biskup og
menn hans léti nú hendur standa fram úr ermum og léti
„landráðamanninn“ kenna á styrk sínum. En það var reynd-
ar ástæðulaust, hér rikti fullt andvaraleysi. Jón hafði nú
þegar fellt á sig reiði Kristjáns III. og varð því að sæta við
svo búið. En enn var tækifæri til þess að eyða sundrunginni
innanlands, og er svo væri komið, mætti svo fara, að nokkuð
raknaði úr um reiði kommgs. Haustið 1549 lét Jón biskup
handtaka Martein Einarsson og Áma Amórsson officialis í
Hítardal og flytja þá norður að Hólum. En Daða Guðmunds-
son bar undan að sinni. Mun Jón biskup hafa vænzt þess,
að framkvæmdir þessar myndi nægja til þess að buga and-
stæðinga sína, og að vísu hvarflaði þá að Daða Guðmunds-
syni að ganga til sætta við Jón biskup, en ekkert varð úr því.
Leið svo veturinn 1549—1550.
Sumarið 1550 reið Jón biskup og synir hans, Björn og Ari,
með miklu liði til Alþingis. Hirðstjórinn, Lárentzíus Mule,
var liðfár á þinginu og gat engu fram komið, og réð Jón bisk-
up þar einn öllu. I þessari ferð náði hann Skálholti á sitt vald,
lét upp grafa villutrúarmanninn Gissur Einarsson, er leg
hafði hlotið í Skálholtsdómkirkju, og hreinsaði kirkjuna af
slíkri og annarri saurgun. Margt fleira sýslaði hann syðra
til viðréttingar kaþólskum sið, rétti við klausturlifnað í Viðey