Skírnir - 01.01.1950, Page 179
Skímir
Jón biskup Arason
169
Eins og kunnugt er, fær barátta Jóns Arasonar gegn sið-
skiptunum á sig blæ þjóðernislegrar baráttu gegn ofríki er-
lends valds, ekki sízt í augum síðari tíma manna, er hafa í
huga uppgang konungsvaldsins í öllum greinum, sem kalla
má að af siðskiptum leiddi. Jón Arason var að vísu góður
Islendingur, rikulega gæddur beztu eðliskostiun þjóðar sinnar
— og miklu af göllum hennar. En hann var líka trúr þjónn
kirkju sinnar. Réttargrundvöllur hans gagnvart konungsvald-
inu var Gamli sáttmáli, lög landsins og réttindi kirkjunnar.
Hér stóð hann stöðugur. Þótt hann væri dæmdur landráða-
maður eftir dauða sinn, að kröfu Kristjáns konungs III., verð-
ur eigi sýnt né sennilegt gert, að hann hafi leitazt við að
ráða land sitt undan löglegri stjórn Noregsveldis, það er að
segja veldi Kristjáns III., hversu sem það var nú fengið.
Og það er tvímælalaust, að íslendingar áttu allan rétt á þvi
að ráða trú sinni. Hitt er torskildara, hvernig hann hugsaði
sér að koma málum sínum fram gegn vilja konungs, því að vita
mátti hann, eftir það sem á undan var gengið í Noregi og
víðar, að hér var vopnavaldi að mæta, ef í hart fór. Hefði
hér eigi verið um að ræða annað en áhuga á sáluhjálp lands-
manna, myndi að vísu hafa mátt treysta því, að konungur
hugsaði sig vel um, áður en hann byggi hingað til lands dýr-
an leiðangur herskipa og herliðs. En enginn vissi betur en
Jón Arason, að þessu var allt annan veg farið. Hér var fyrst
og fremst til fjár og valda barizt, og í þeim leik mátti við
öllu búast, líka hemaðar kúgun. Bent hefur verið á það, að
Jón biskup hafi haft tíðindi af óförum þeim, sem mótmælend-
ur á Þýzkalandi fóm um þessar mundir fyrir hersveitum Karls
keisara, og er ekki ástæða til að efa, að það sé rétt. En hins veg-
ar myndi sú uppörvun, er í slíkum fregnum fólst, varla hafa
mátt nægja til þess, að kaþólskir menn hér á landi réðist til
sóknar gegn siðskiptunum. Þýzkaland og herskarar keisarans
var allt of f jarri til þess, enda mun enginn vilja halda þvi fram,
að atburðir þessir, er leiddi af því m. a., að Moritz af Sachsen
snerist á sveif með keisara í styrjaldarlotu þeirri, sem kennd
er við Schmalkalden, hafi út af fyrir sig orðið tilefni þess,
að Jón biskup hóf sókn sína. Atburðir þessir gerðust 1545