Skírnir - 01.01.1950, Side 180
170
Þorkell Jóhannesson
Skímir
—-1547. En þótt þannig sé litið á þetta atriði, er fullkomlega
vert að gefa því gaum, þvi á meðan slíkir atburðir gátu
gerzt, eygðu kaþólskir menn að sjálfsögðu nokkra von um
það, að úr málum þeirra kynni enn að rætast, hversu óvæn-
lega sem þeim mátti þykja komið um sinn. Því hefur líka
verið haldið fram, að Jón biskup hafi um þetta leyti snúið
sér beint til Karls keisara um liðveizlu í baráttunni fyrir
kaþólskum sið hér á landi; en aðrir hafa dregið í efa, að
það sé rétt. Nú vill svo til, að full gögn eru til um það, að
Jón Arason hefur snúið sér til Karls keisara, og hafa því
fylgt tilmæli nokkur um milligöngu við Kristján III., eða
að minnsta kosti fæ ég ekki skilið öðru vísi heimild þessa,
sem stafa mrm frá síra Sigurði, syni Jóns Arasonar, og
skráð er um áramótin 1550—1551 í eignaskrá Hólastóls
(Sigurðarregistri), en þar segir svo: „ .. . þar af lógað tJlfi
6 dalina til láns og 3 gyllinin, þar til tJlfi 4 tunnur smjörs,
fyrir 40 gyllini, er Úlfur sagði, að hann hefði út lagt fyr-
ir biskupinn í Hollandi fyrir bréfalausn, þau er fóru frá
keisaranum fyrir kónginn.“ Hér er auðvitað sitthvað að
athuga, en höfuðefni klausunnar er fullkomlega ljóst.
Maður að nafni Úlfur hefur talið sig hafa greitt vegna
Jóns Arasonar og Hólastóls 40 gyllini vegna bréfa, sem
send voru frá keisaranum til konungs. Hvenær þetta gerð-
ist, hver var keisarinn og konungurinn og hvers efnis bréf-
in voru, kemur reyndar ekki berlega fram í þessari heim-
ild. Nú vill svo til, að maður að nafni Úlfur, er ætla má,
að væri Þjóðverji og héti Wolf réttu nafni, kemur við sögu
Jóns biskups á öðrum stað, einmitt í sambandi við bréfa-
burð, og er varla ofdjarft að ætla, að það sé allt sami mað-
urinn, Úlfur, er á einum stað er kallaður Hansson og flytur
utan bréf það, er Jón Arason ritaði páfa 27. ágúst 1548, og
Úlfur sá, er Sigurðarregistur talar um. Bréfið til páfa hefur
farið utan haustið 1548, því svarið við því er dagsett 8. marz
1549. Af klausunni í Sigurðarregistri má ráða, að skulda-
skiptin við Úlf hafi þá fyrir skemmstu fram farið. Eru svo
allar líkur til þess, að allt hafi þetta gerzt haustið 1548, sam-
tímis því sem bréfið til páfa var utan flutt. Er þá ekki um