Skírnir - 01.01.1950, Síða 182
172
Þorkeli Jóhannesson
Skímir
legt eða skriflegt, er lýsti því, hversu hér væri komið málum,
með beiðni um það, að keisarinn heitti áhrifum sínum við
Kristján konung III., er einnig var þýzkur hertogi og því
með nokkrum hætti skuldbundinn keisara, um að íslending-
ar fengi að halda trú sinni í friði og biskupsefni þeirra næði
staðfestingu á kjöri sínu og leyfi til að ná réttri biskups-
vígslu, sem þá var ekki nær að fá en í löndum keisarans.
Hitt er svo annað mál, að Kristján konungur tók bréfrnn keis-
arans ekki með þeim hætti, sem til var ætlazt, enda er þess
sízt að dyljast, að hér var djarflega teflt, svo sem Jón biskup
átti alloft vanda til. Erindislok Sigvarðs biskupsefnis urðu
þau, sem fyrr var frá sagt. En bréfin frá keisaranum munu
hins vegar hafa orðið tilefni til þess, að konungur snýst önd-
verður gegn Jóni biskupi veturinn 1549 og lýsir hann frið-
lausan landráðamann. Lítum nánara á þetta.
17. ágúst 1548 ritar Kristján konungur Jóni Arasyni bréf
og stefnir honum á sinn fund, heitir honum friði og fullu
frelsi til ferðar heiman og heim. En ef hann skjóti sér und-
an að hlýðnast þessu boði konungs, fyrirbýður hann hverj-
um manni að veita honum lið eða hlýðnast honum á nokk-
um hátt, að viðlagðri útlegðarsök. Þetta bréf er skrifað hálf-
um mánuði fyrr en konungur samþykkir biskupskjör Mar-
teins Einarssonar, en liklegt er, að Marteinn hafi verið bú-
inn að ná konungsfundi, þegar utanstefnubréfið er ritað, og
sé tilefni þess kærur, er Marteinn hefur fram borið við kon-
ung yfir framferði Jóns biskups vorið og sumarið 1548. En
hvað sem því líður, má telja fullvíst, að Jón biskup hafi ekki
fengið þetta bréf í hendur eða neitt af því frétt, fyrr en sum-
arið eftir, 1549. Því má kalla nokkuð kynlega við bregða,
er Kristján konungur ritar 11. febrúar 1549 bréf til almúg-
ans á Islandi, þar sem hann lýsir því, að hann hafi á síð-
astliðnu ári kvatt Jón biskup á sinn fund til viðræðu um
mikilvæg mál og sent honum „vort félegt leyfi, að hann
skyldi koma frí og félegur til oss og frá.“ Nú hafi biskup
látið för þessa undir höfuð leggjast, fyrirlitið boð konungs
og þrúgað mönnum á íslandi með ofríki. Er hann því næst
af þessum sökrnn lýstur friðlaus og útlægur, o. s. frv. Nú er
sem fyrr var sagt alveg fullvíst, að utanstefnubréfið hef-