Skírnir - 01.01.1950, Síða 183
Skímir
Jón biskup Arason
173
ur ekki til Islands konnzt fyrr en vorið eða sumarið 1549,
en þótt það hefði náð hingað haustið 1548, var þess auðvitað
engin von, að Jón biskup gæti, hversu feginn sem hann vildi,
komizt utan á konungsfund á því ári. Þetta hlaut konungi
og mönnum hans að vera vel ljóst, og þvi er það algerlega
út í hött, sem í síðara bréfinu segir, að Jón biskup hafi
óhlýðnazt utanstefnunni. Að sjálfsögðu hefði hann gert það,
en enn var engin raun á þetta komin. Hér er því um hreina
tyllisök að ræða. En hvers vegna er hér til slíks gripið að
lýsa Jón biskup friðlausan og útlægan fyrir sakir, sem hann
hafði alls ekki drýgt — því að kærur um yfirgang gátu ekki
orðið að útlegðarsök, nema sannaðar væri fyrir dómi —?
Þessu er vandi að svara með skjallegri vissu, en beint ligg-
ur við að ætla, að á bak við þetta tiltæki konungs liggi ein-
mitt „bréf þau, sem fóru frá keisaranum fyrir kónginn“.
Þess er að vænta, að Kristján konungur hafi reiðzt því ákaf-
lega, er tilraun var gerð til þess að sveigja vilja hans með
slíkum hætti, og auk þess hefur hann óttazt, að hér kynni
meira undir að búa, úr þvi að þegnar hans á Islandi væru
komnir inn á svo annarlegar brautir í trúmálabaráttu sinni.
Hitt er skiljanlegt, að konungur veigrar sér við að nefna
slíkt í bréfi sínu. Hann var nú einu sinni þýzkur hertogi,
og að gefa kaþólskum biskupi landráðasök á því að leita milli-
göngu keisarans í baráttu sinni fyrir hinni heilögu kaþólsku
kirkju var ekki góð „þýzka“, svo ekki sé meira sagt. Hitt
mátti auðveldara virðast að víkja sér undan tilmælum keis-
arans, er sá hinn sami biskup var yfirlýstur landráðamaður.
Ég gat þess áður, að Jón biskup hefði teflt djarft, er hann
tók það ráð, sem hér hefur verið frá sagt. Hann hefur of-
metið áhrifavald keisarans og gert sér ofmiklar vonir um
sigra hinna kaþólsku herskara yfir villutrúarsveitum Lúters
á meginlandi álfunnar. Þannig urðu bréfin, sem „fóru frá
keisaranum fyrir kónginn“, síður en svo til styrktar baráttu
hans. Og hingað má líka efalaust rekja orðróm þann, sem
sagnaritarar hafa fyrr og síðar þráfaldlega látið í skína, um
makk Jóns biskups við erlenda menn um að koma landinu
undir veldi Karls keisara, eða eins og stendur í Oddeyrar-
dómi: „gjöra landið og landsins innbyggjara með sér affallna,