Skírnir - 01.01.1950, Side 184
174
Þorkell Jóhannesson
Skímir
sama land og fólk í soddan máta að forráða og undir aðra
annarlega herra að draga og forvenda.“ Líklega eru hin til-
færðu orð úr Oddeyrardómi tilefni þess, sem Björn á Skarðsá
o. fl. hafa um þetta sagt. En eigi verða nú nein rök færð
fyrir slíkri ákæru. Hún er eins og fleira í þessu ömurlegasta
plaggi sögu vorrar, sem kallað er Oddeyrardómur, ósönnuð,
enda ósönn. En af því, sem hér hefur verið rakið að framan,
ætla ég að ljóst sé, hvaðan hún er runnin í öndverðu.
VII.
En hvemig sem litið er á þessi mál öll og hversu sem
menn kann á að greina um ýmis verk Jóns biskups Arasonar,
hyggindi eða hyggindaskort, djúpsett ráð eða ráðlaust flan,
verður dirfska hans og óbilandi kjarkur, staðfesta og trúar-
styrkur, er honum entist til dauðans, að öllu frábær vottur
um skapfestu og viljaþrek. Mistökin, sem því valda, að sig-
urinn á mótspymunni innanlands, sem honum virtist í hend-
ur laginn, snýst upp í ósigur, sýnir oss átakanlega, hversu
mannlegt Kf er tilviljunum háð. Og þó er sem djúpsett og
dulin vizka standi hér að baki. Ósigur Jóns biskups á Sauða-
felli 2. október 1550 hefur að vísu hleypt ýmsum hraustum
dreng kappi í kinn, svo að þeim hefur komið eitthvað líkt
í hug og haft er eftir Ormi Stórólfssyni eftir Svoldarbardaga:
„Seinna myndi Ormurinn langi unninn hafa verið, ef eg
hefði þar verið með öðmm köppum konungs.“ Sigur yfir
Daða Guðmundssyni myndi þó að öllum líkum hafa leitt
Jón Arason til svipaðra örlaga og mætt höfðu ögmundi bisk-
upi Pálssyni tíu ámm fyrr og saga hans þar með litlu
frægilegri orðið. Þar sem barizt er til þrautar um mann-
gildi, trú og hugsjónir einstaklingsins, varðar lítt um kapp-
samlega framgöngu liðsmanns. Kylfa Orms Stórólfssonar
er á þeim vettvangi sem brákaður reyr. Hversu sem vizka
og veraldargengi bregðast, er manninum veitt, sé hann full-
komlega trúr sjálfum sér, að vinna sigur, sem öllum óför-
um hnekkir, en til þess sigurs verður hann að berjast einn.
Slíkan sigur vann Jón Arason og synir hans í Skálholti 7. nóv.
1550. Þess vegna er þeirra enn minnzt, að liðnum fjómm
öldum.