Skírnir - 01.01.1950, Page 185
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON:
DRÓTTKVÆÐI OG RÍMUR
Að stofni til erindi flutt i Vísindafélagi Islendinga
21. janúar 1947.
Norrænn fomaldarskáldskapur skiptist í tvær höfuðgreinir,
eddukvæði og dróttkvæði. Að grundvelli til fer þessi skipt-
ing eftir efni, en munurinn er ekki öllu minni í skáldskapar-
formi. Eddukvæðin eru ort undir einföldum bragarháttum,
aðallega fomyrðislagi og ljóðahætti. Mál þeirra er að mestu
leyti einfalt, heiti era að vísu notuð, en kennnigar lítt, og í
kvæðum undir ljóðahætti em þær ekki um hönd hafðar.
Aftur á móti em dróttkvæði að mestu leyti ort undir vanda-
sömum bragarháttum, þó að sum þeirra séu undir háttum
eddukvæða. Mestur hluti dróttkvæða er undir dróttkvæðum
hætti, en nafn hans eða orðið dróttkvætt er dregið af orðinu
drótt, sem merkir hirð, og er í nafni háttarins fólgið það mat
á honum, að hann sé til þess fallinn að yrkja undir honum
kvæði um konunga og flytja þau við hirðir þeirra. Það virð-
ist ekki lítið verk að yrkja dróttkvæða vísu eftir öllum regl-
um háttarins, en þó þóttu kvæði undir honum varla hoðleg
konungmn nema í þeim væm stef, og var þar með aukið
nýrri kröfu, aðallega formlegs eðlis, við vandhæfi það, sem
var á sjálfum bragarhættinum. Sagt hefur verið um drótt-
kvæði, að um strangleika í formi væm þau einsdæmi í bók-
menntum heimsins. Enda rikir sú meginstefna í þeirri bók-
menntagrein að meta formið meir en allt annað. Næst sjálfu
bragforminu var hið foma skáldmál, einkum kenningar, tal-
ið mesta prýði skáldskapar og mikil íþrótt að kveða kenn-
ingar bæði réttar og fjölbreyttar. Orðaforði skáldmálsins hef-
ur auðvitað verið skáldunum hin mesta hjálp til þess að yrkja
eftir ströngum reglum háttanna.