Skírnir - 01.01.1950, Síða 186
176
Björn K. Þórólfsson
Skímir
Formdýrkun dróttkvæðanna kemur einna glögglegast fram
í Háttatali Snorra Sturlusonar. Hvað eftir annað stærir hann
sig af háttafjöldanum, sem sér hafi tekizt að yrkja, og segir
undir kvæðislok:
Hvar viti áðr orta
með œðra hætti
mærð of menglötuð
maðr und himins skautum?
f Háttatali eru fleiri tilhrigði af dróttkvæðu en öllum öðr-
um hragarháttum saman lagt, enda er það allra fomra hátta
bezt fallið til þess að breyta á ýmsa vegu. Þenna sveigjan-
leika háttarins notar Snorri ekki einungis til fjölbreytni, sem
beinlínis er bragfræðilegs eðlis, heldur sýnir hann einnig til-
brigði í setningaskipun, stíl og þvílíku. Eitt þeirra tilbrigða
er hin svo nefndu refhvörf eða refhvarfaháttur, en einkenni
hans er það, að orðum, sem eru andstæður að merkingu eða
virðast svo vegna tvíræðis, er skipað hverju eftir annað. Ref-
hvarfahættimir em sex, og er mismunur þeirra fólginn í
tölu andstæðna, sem hafðar em í vísu, en sjöundi er ref-
hvarfabróðir, þar sem nokkuð er slakað á reglum refhvarfa-
háttar. f mestu refhvörfum er hvert orð andstæða við hið
næsta á undan eða eftir, og verða þá 16 andstæður í drótt-
kvæðri vísu. Fyrir daga Snorra þekkjast ekki önnur refhvörf
en refrún meiri og minni í háttalykli Rögnvalds og Halls,
refrún meiri með fjómm, en refrún minni með tveim and-
stæðum í dróttkvæðri vísu. Snemma á 15. öld kveður Loftur
ríki í háttalykli sínum refhvörf jafnmikil og Snorri og tekst
betur. Víðar finnast refhvörf ekki, þangað til rímnaskáld
fara að kveða þau.
f 2.—6. erindi Háttatals em einvörðungu sýnd tilbrigði í
meðferð skáldmáls, kenningar kveðnar eftir fyllstu tækni-
reglum. Auk eiginlegra kenninga em einnig sýndar svo nefnd-
ar sannkenningar, þ. e. lýsingarorð, sem höfð em með nafn-
orðum, og atviksorð. Mikill hluti sannkenninga er að vísu
orð, sem einnig em notuð í óhundnu máh, en allmörg em
þau lýsingarorð, sem einungis eða aðallega finnast í skáld-
skap. Um þau fimm erindi, sem nú var getið, segir Snorri,