Skírnir - 01.01.1950, Page 187
Skírnir
Dróttkvæði og rímur
177
að þar sé dróttkveðinn háttur með fimm greinum og þó
hinn sami háttur réttur og óbrugðinn, kenningar auki orða-
fjölda og sannkenningar fegri mjög í kveðandi. Skilningur
Snorra á skáldskap kemur ljóslega fram í þessum orðum hans.
Að yrkja kvæði er fyrst og fremst að kveða bragarhátt eða
bragarhætti, en orðgnótt skáldmálsins prýðir hættina, sé því
réttilega beitt.
Nútímamenn finna að jafnaði lítinn skáldskap í Háttatali
Snorra. En samtíðarmenn hans hafa litið allt öðruvísi á það
kvæði. 1 þeirra augum hefur það verið mikið skáldverk og
stórskáldi samboðið. Og þrátt fyrir allt torfið finnum vér
skáldæð, þegar kveðið er um veizlumar, þar sem hirðmenn
drekka „silfri skenkt hið fagra vín“, og einkum þegar Snorri
kveður um siglingu sína
— þás ek reist,
þás ek renna gat
kaldan straum kili,
kaldan sjá kili.
Mestur bragsnillingur 13. aldar annar en Snorri er Sturla
Þórðarson. Úr því að þeirri öld lýkur er mjög greinileg hnign-
un í skáldskap undir hinum fomu háttum, þó að fáein góð
kvæði séu enn ort undir þeim, svo sem Lilja og háttalykill
Lofts ríka.
Á fyrstu öldum íslenzkrar kristni komst í tízku með grann-
þjóðum vomm suðræn grein ljóðagerðar, dansarnir. Þeir hafa
borizt hingað til lands þegar á 12. öld, en óvíst er, að þá hafi
annað þess kyns tíðkazt hér en einstakar dansavísur. Kvæði,
sem til þeirrar bókmenntagreinar teljast, hafa að líkindum
tekið að berast hingað á 13. öld. Flest slíkra kvæða, sem
geymzt hafa hér á landi, em útlend að uppmna, einkum
dönsk og norsk, en sum frumort hér. Trístranskvæði er
sennilega íslenzkt, og það er talið bezti dans frá miðöldum
Norðurlanda. Þó að sennilegt sé, að Islendingar hafi ort
færra af dönsum en aðrar norrænar þjóðir, megum vér vel
12