Skírnir - 01.01.1950, Side 189
Skimir
Dróttkvæði og rímur
179
háttar eru tengslin við foma bragarhætti sterk, og skal á
það bent, að jöfnu vísuorðin í ferskeyttu eru gerð eins og
dróttkvæð vísuorð, að slepptri hendingaskipun dróttkvæðs
háttar.
Ferskeyttur háttur er elztur allra rímnahátta og jafnan
mest notaður þeirra allra. Honum hefur verið breytt á miklu
fleiri vegu en nokkumm öðmm íslenzkum bragarhætti að
fornu og nýju. Tilbrigði sjálfs háttarins, þar sem setningu
hans er haldið að gmndvelli til, era fjölmörg, og auk þess
hafa verið dregnir af honum nýir frumbragir. Þó hafa rímna-
skáld mjög snemma tekið að nota fleiri bragarhætti en fer-
skeytt. 1 rímum frá tveim fyrstu öldum rímnagerðar munar
að vísu geysimiklu á notkun þess og annara bragarhátta, en
þó er aðeins lítill hluti rímnaflokka kveðinn undir ferskeytt-
um hætti einum saman. I rímum frá þeim öldum em auk
ferskeytts þessir sjö frumbragir: úrkast, skáhent, stafhent og
samhent, braghent, stuðlafall, afhent. Úrkast hefur, eins og
nafnið sýnir, verið skilið þannig, að hátturinn væri breytt-
ur úr ferskeyttu með því að kasta burt síðustu bragliðum
jöfnu vísuorðanna, en sennilegra virðist, að til grundvallar
úrkasti liggi það tilbrigði ferhends dansaháttar, sem Trístrans-
kvæði er ort undir. Ef háttur Trístranskvæðis er stuðlaður
og honum breytt með víxlrímunum sem í ferskeyttu, kemur
fram rétt úrkast alstýft. Auðvitað er víxlrímun úrkasts áhrif
frá ferskeyttum hætti. Skáhent er nokkurs konar bragblend-
ingur. Það er ekki víxlrímað, heldur eru aðeins jöfnu vísu-
orðin rímuð saman, og líkist það dansaháttum, en í 1. og
3. vo. era önnur og fjórða þung samstafa rímaðar saman, og
minnir þetta á hendingar í dróttkvæðum. Um uppmna sam-
hendu og stafhendu virðist ekki fjarri sanni að benda á er-
lenda bragarhætti, sem mega heita eins og stafhent, ef frá
er skilin stuðlasetning, en gæta ber þess, að stafhend vísa
er um lengd og samrímanir vísuorða öldungis eins og vísu-
helmingur þeirrar runhendu, sem Snorri kveður í 91. eríndi
Háttatals. Heimildir sýna og, að undir hinum fornu háttum
hafa ekki einungis verið ortar heilar vísur, heldur hafa menn
einnig kastað fram vísuhelmingum og jafnvel vísufjórðung-