Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 190
180
Bjöm K. Þórólfsson
Skímir
um. Slíkir kviðlingar gátu átt bæði beinan og óbeinan þátt
í sköpun rímnahátta.1) Þríkvæðu rínmahættirnir, braghent
og stuðlafall, eiga vafalaust rætur að rekja til þríkvæðra
dansa, þó að þeir hættir, einkum braghent, séu allólikir dansa-
háttunum. 1 þríkvæðum dönsum eru venjulega 1. og 3. vo.
fjórir bragliðir hvort, 2. vo. þrír bragliðir, 2. og 3. vo. rímuð
saman. f braghendu er 1. vo. sex bragliðir, hin vísuorðin
fjórir bragliðir hvort og öll vísuorð rimuð saman (athuga þó
fráhendu). Ef vel er að gáð, sést, að fyrsta vísuorð í brag-
hendu er gert nákvæmlega eins og vísuhelmingur undir hætt-
inum úrkasti, enda hafa menn fundið skil á eftir fjórða brag-
lið í 1. vo. braghendu, sem sjá má af því, að þar er sett strik
í gömlum prentunum rímna. 1 úrkasti eru og mislöng vísu-
orð, þó að á annan veg sé en í braghendu, en um samrímun
vísuorða likist braghenda samhendum hætti. Af þessu má
ljóst vera, að braghenda er yngri háttur en úrkast og sam-
hent. f stuðlafalli eru vísuorð styttri en í braghendu, og er
stuðlafall að því leyti líkara þríkvæðum dönsum, en þar sem
fyrsta vísuorð er lengra en hin, má telja vafalaust, að stuðla-
fall sé til orðið undir áhrifum frá braghendum hætti. Hinn
tvíkvæði rímnaháttur, afhent eða afhending, er breyttur úr
braghendu með því að fella þriðja vísuorð burt, en tvíkvæð-
ir dansar gátu verið til fyrirmyndar um það að hafa vísu-
orðin aðeins tvö.
Til þessara átta frumbraga, sem nú er getið, má rekja
alla bragarhætti, sem kveðnir hafa verið í rímum fram á
þenna dag.
Óvíst er með öllu, að undir þeim bragarháttum, sem þekkj-
ast úr rímum og nú var getið, hafi verið ortar vísur eða
kvæði, áður en rímnagerð hófst. Þó skal bent á sögu þá, er
síra Jón Egilsson segir í biskupaannálum sinum um sam-
kviðling þeirra Gyrðs biskups (d. 1356) og Eysteins Árgríms-
sonar (d. 1361): „Það var eitt þeirra hugmóðs efni, að bisk-
up var að greiða hár sitt og kvað eina hending úr vísu:
1) Sbr. Stefán Einarsson. Skírnir 1949 bls. 119—20 og 134—33.