Skírnir - 01.01.1950, Side 193
Skímir
Dróttkvæði og rímur
183
að það stig í þróun rímnagerðar, sem fór næst á eftir hinu
elzta, hafi verið þannig lagað, að ortir væru rimnaflokkar
undir ferskeyttum hætti óbreyttum. Svo margt sem óljóst er
um elztu rímur, virðast þó heimildir tengja einn slíkan rimna-
flokk, Völsungsrímur fomu, sex rímur undir ferskeyttum
hætti, við 14. öld. Höfundur þeirra nefnir sig á latínu Vi-
tulus vates (Kálf skáld), og sýnir latínan til fulls, að hann
hefur verið andlegrar stéttar. 1 helgikvæðinu Katrínardrápu
nefnir höfundur sjálfan sig með sömu latínuorðum sem í
Völsungsrímum og bætir því við, að nú sé hann frater
(bróðir, munkur). Af þessu hefur verið ályktað, sem og virð-
ist mega með fullum rétti, að sami maður hafi ort Katrínar-
drápu og Völsungsrímur, að sá hafi Kálfur heitið og verið
munkur. Katrínardrápa er jafnan heimfærð til 14. aldar, og
til stuðnings þeirri tímasetningu má sérstaklega benda á það,
að í henni gætir ekki þeirrar stefnu, sem haldið er fram í
Lilju, að forðast kenningar vegna þess, að þær myrkvi málið.
1 Katrínardrápu er ekki skirrzt við að nota þær, jafnvel þó
að ekki séu með einföldustu gerð. Þar sem Katrínardrápa
er ort fyrir þann tíma, er áhrif Lilju urðu alls ráðandi í
helgikvæðum, mæla öll líkindi með því að telja Kálf munk,
höfund hennar og Völsungsrímna, fremur til 14. en 15. ald-
ar, og mætti hann hafa verið uppi samtímis Einari Gilssyni.
Undir óbreyttum ferskeyttum hætti einum saman eru af
miðaldarímum fjórir rímnaflokkar auk Völsungsrímna. Það
eru Úlfshamsrímur (sex), Ólafs rímur Tryggvasonar af Ind-
riða þætti ilbreiðs (þrjár), Jóns rímur leiksveins (þrjár) og
Virgilessrímur (tvær). Allar munu þessar rímur vera yngri
en Völsungsrímur.
Ekki verður með neinni vissu um það sagt, hvenær tekinn
var upp sá siður að hafa bragarhætti fleiri en einn í sama
rímnaflokki. Þó skal hér nefna Sörlarímur. Þær eru sex
rímna flokkur og skipt um bragarhátt við hver rímnaskil,
en sumt gæti bent til þess, að þær væru með allra elztu
rímum, sem geymzt hafa. Þar er ferskeyttur háttur óreglu-
legri en í nokkurum rímum öðrum, og minnir þetta á dansa-
háttinn, sem hann er kominn frá. I ferskeyttu rímunum er