Skírnir - 01.01.1950, Side 194
184
Bjöm K. Þórólfsson
Skímir
gert ráð fyrir því, að þær séu kveðnar í dansi. Enn fremur
skal á það bent, að í Ölafs rímu Haraldssonar og Sörla-
rímum er orðið vísa, sem í fornu máli gat merkt stutt kvæði
(sbr. Kálfsvísa) og á öðrum norrænum málum er haft um
frásögudansa, notað í sömu merkingu sem orðið ríma síðar.
Sbr. lokaerindi Ölafsrímu og einkum lokaerindi fyrstu og
fimmtu Sörlarímu. Hins vegar er fyrirsögn í Flateyjarbók
Ólafs ríma Haraldssonar, sbr. og dæmi í rímnaorðabók Finns
Jónssonar um orðið ríma í nútíma merkingu. Sú merking
orðsins vísa, sem nú var getið, mætti benda til þess, að Sörla-
rímur væru frá 14. öld. Bragarhættir þeirra auk ferskeytts
eru skáhent, stafhent og samhent. Víst má telja, að þetta séu
elztu frumbragir í rímum næst ferskeyttu, en það er eftir-
tektar vert, að þau þrjú erindi, sem geymzt hafa framan af
sjöttu rímu, eru dýrt kveðin (samhent framaðalhent í öllum
vísuorðum).
Or því að sleppir Einari Gilssyni og Kálfi munk er ekki
um nafngreind rímnaskáld að ræða þangað til á 16. öld,
nema ef telja skal höfund Skíðarímu, sem óvíst er um. Menn
hafa talið, að Ormur Loftsson hirðstjóri, sem kemur við bréf
á árabilinu 1430-—1442, hafi ort Vilmundar rimur viðutan
hinar gömlu, en svo mun alls ekki vera. Ástæða þess, að
Ormi Loftssyni hafa verið eignaðar þær rímur, er sú, að í
lok þeirra bindur skáldið nafn sitt, sem er Ormur, og konu
þeirrar, sem hann gefur rímumar, en hún heitir Soffía.
Jón Þorkelsson tók fyrstur eftir þessu, taldi hér bundin nöfn
Orms hirðstjóra Loftssonar og Soffíu Loftsdóttur, hálfsystur
hans, og lá þá sú ályktun beint við, að Ormur hefði ort
rímumar fyrir Soffíu. Menn fylgdu þessu þangað til Páll
Eggert Ólason andæfði því í Sögu íslendinga á 16. öld (bls.
34—35 og 393). Bendir hann réttilega á það, að í skjölum
er Orms síðast getið á lífi 1446, og sé allt athugað, sem til
greina kemur, má telja víst, að hann hafi andazt það ár.
Nú kveðst höfundur Vilmundarrímna vera 57 ára, en Ormur
mun vera fæddur á fyrsta tug 15. aldar, og ef hann hefði ort
Vilmundarrímur, ætti hann að hafa lifað fram undir eða
fram um 1460. Fram um siðaskipti mun nafnið Soffía hafa