Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 197
Skímir
Dróttkvæði og rímur
187
þessu, að erfitt er að ákveða aldur rimnaflokka frá öldum
þeim, sem hér um ræðir. Að vísu má með töluverðum ár-
angri skipa þeim í aldursflokka eftir afstöðu þeirra sín á milli,
og verður þá jöfnum höndum að fara eftir bragarháttum,
kenningum, mansöngum o. s. frv. En svo margt verður vafa-
samt í því efni, að ekki mundu tveir menn flokka eins.
Hins vegar má með góðum rökum draga markalínu eftir
miðja 16. öld eða sem næst 1560 og komast mjög nærri
sanni um það, hversu mikið af rímum, sem geymzt hafa
til vorra daga, muni ort fyrir þann tíma. Er þá aðallega
eftir tvenuu að fara.
Til eru frá 16. öld sex skinnbækur, sem einungis eða aðal-
lega hafa rímur að geyma, og eru þrjár þeirra bóka skrif-
aðar fyrir eða um miðja öldina. Elzt og mest er AM 604, 4to,
sem telja má víst að skrifuð sé fyrir 1540. Viðlíka gömul er
Wolfenbuttel-rímnabókin, en AM 603, 4to mun vera held-
ur yngri. f þessum skinnbókum eru að meira eða minna
leyti 46 rímnaflokkar, og er augljóst mál, að þeir eru mið-
aldamegin við þá línu, sem hér er dregin.
Á 16. öld gerðist hin mesta breyting, sem orðið hefur á
framburði íslenzkrar tungu, hljóðdvalarbyltingin. Svo lengi
sem skáld yrkja samkvæmt fomu hljóðdvalarlögmáli, má telja
víst, að þau séu af eldri kynslóðum en hin frægu rímnaskáld
á síðari hluta aldarinnar. Ámi Jónsson stendur í bylgju-
broti, en er þó að mestu leyti samkvæmur hljóðdvalarlög-
málinu forna.
Með þeim rökum, sem nú em greind, telst að vera frá
tveim fyrstu öldum rímnagerðar, eða eldri en rímur Magnús-
ar prúða og samtíðarmanna hans, 61 rímnaflokkur auk
Ölafs rímu Haraldssonar og Skíðarímu. Þess skal getið, að
auk þeirra 46 rímnaflokka, sem em í elztu rímnabókunum
þremur, em 10 rímnaflokkar af þeim 61, sem hér um ræðir,
í skinnbókunum AM 605, 4to, Stokkh. 22, 4to eða Stokkh.
23, 4to, sem em frá síðara hluta 16. aldar.
Lítum nú á bragarhætti gömlu rímnanna. f rímnaflokk-
unum sextíu og einum em 438 rímur, og þar við bætast