Skírnir - 01.01.1950, Page 199
Skímir Dróttkvæði og rímur 189
VII. Stuðlafall .............................. 2 rimur
VIII. Afhent ........................*......... 1 ríma1)
Geta ber þess, að í rímum þeim, sem þetta yfirlit tekur
til, eru bragarhættir ekki svo reglubundnir um stýfð og óstýfð
vísuorð sem síðar var krafizt. f rímum undir ferskeyttum
hætti koma fyrir erindi með öll vísuorð stýfð og einnig með
öll vísuorð óstýfð (Dámustarímur). 1 úrkasti eru jöfnu vísu-
orðin ýmist stýfð eða óstýfð. 1 rímu undir braghendu eða af-
hendu gátu erindin ýmist verið stýfð eða óstýfð, en óstýft
var þó miklu tíðara. Fyrir kemur þegar í gömlum rímum
(Haralds rímum Hringsbana, Reinaldsrimum), að heilar rím-
ur eru kveðnar undir stýfðri braghendu, en ekki munu skáld
almennt hafa greint hana frá hættinum óstýfðum. Síðar
varð greining háttanna nákvæmari, alstýft ferskeytt, fer-
skeytt með öll vísuorð óstýfð, úrkast með jöfnu vísuorðin
stýfð og stýft braghent skoðað sem sérstakir hættir. Um úr-
kast gildir þó fyrr og síðar sú regla, að ójöfnu vísuorðin eru
stýfð, ef jöfnu vísuorðin hefjast á aukasamstöfu, en annars
óstýfð.
Af rímnatölimni, sem greind er hér að framan, eru 47%
undir ferskeyttum háttum. Næst kemur stafhent, þá brag-
hent, samhent, skáhent, úrkast, stuðlafall, afhent. Yfirlitið
sýnir, að fram um siðaskipti er ekki mikil sundurgerð í
bragarháttum rímna. Langmest er ort undir frumbrögum
óbreyttum, og mundi það sjást enn betur, ef erindi væru tal-
in, því að rímur undir dýrum háttum eru oft styttri en
hinar. öll tilbrigði nema fráhent eru dýrra kveðin en frum-
bragimir.
rímur Múkssonar, Rvík 1948 og Períus rímur og Bellerofontis rímur,
Rvík 1949.
1) Þessi afhenda ríma er í Vilmundarrímum gömlu. En mansöngur
sá, sem í skinnbók (og útgáfu) stendur framan við Hjálmþérsrímur, og
er bersýnilega ortur af höfundi þeirra, er einnig undir afhendum hætti.
Hjálmþérsrímur eru vafalaust eldri en Vilmundarrímur, en mansöngur-
inn framan við Hjálmþérsrimur ber það ekki með sér, að hann hafi átt
heima í neinum rímum, heldur mun þar að ræða um ástakvæði án sam-
bands við rímur.