Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 200
190
Björn K. Þórólfsson
Skimir
Sé litið á dýrleikatilbrigði bragarhátta í gömlu rímunum,
sést fljótt, að þau eru mestmegnis með hendingar þversetis
(samstöfur innan sama vísuorðs rímaðar saman). 1 oddhend-
um háttum og aldýru eru hendingar einnig langsetis (sam-
stafa inni í vísuorði rímuð við samstöfu í öðru vísuorði).
Aðeins eitt tilbrigði ferskeytts háttar, skothent, er breytt úr
frumbragnum með langsetis-hendingum einum saman, önn-
ur þung samstafa í fyrsta vísuorði rímuð við samsvarandi
samstöfu þriðja vísuorðs.
Hér er auðfundin skýring. Dýrleikatilbrigði með hending-
ar þversetis eru löguð eftir fornum fyrirmyndum. Á þann
veg var hendingum skipað í dróttkvæðu og öðrum fomum
háttum, sem hendingum voru kveðnir. Sennilega hafa rímna-
skáld snemma fundið, að hendingar langsetis hæfðu vel brag-
arháttum rímna, en svo bundin voru þau af fyrirmyndum
dróttkvæða, að þau kváðu ekki dýrt á þann veg nema hend-
ingar væm einnig þversetis.1) 1 skothendu em þessi van-
ans bönd brotin, en hún er auðsjáanlega komin af oddhendu
með þeim hætti, að sleppt er hendingum þversetis.
Svo bundin sem rímnaskáld voru af fornum fyrrimynd-
um í fullar tvær aldir, taka þau einungis aðalhendingar drótt-
kvæða til fyrirmyndar. Hendingar í rímum frá þeim öldum
em ávallt aðalhendingar, þ. e. samstöfur rímaðar saman
bæði með sérhljóðum sínum og samhljóðunum, sem á eftir
þeim fara. En hitt, sem að fornu nefndust skothendingar,
að ríma saman samstöfur einungis með samhljóðunum, sem
fara á eftir sérhljóðum þeirra, þekkist ekki í svo gömlum
rímum.
Skothent (rímnahátturinn) er sá eini bragarháttur, sem
nefndur er með nafni í rimum eldri en frá síðara hluta 16.
aldar. Nafn háttarins kemur fyrir í Bósarímum gömlu, ix, 6.
Frá tímabilinu 1560—1590 eru til rímur eftir þrjú fræg
skáld. Það eru þeir Magnús Jónsson sýslumaður hinn prúði
(1532—1591), Hallur Magnússon, sem nefndur hefur verið
Rímna-Hallur (f. 1530—40, d. 1601) og Þórður Magnús-
1) Sbr. að nokkuru leyti Dýnus spjall í háttalykli Lofts.