Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 201
Skímir
Dróttkvæði og rímur
191
son á Strjúgi (f. um 1550, enn á lífi 1590). Magnús orti
Pontusrímur á árunum 1564-—66. Fleiri rímur munu ekki
vera til eftir hann. Eftir Hall Magnússon eru rímur af Vil-
mundi viðutan og Sjálfdeilur, sem einnig hafa verið nefnd-
ar Hallsrímur, sjö kvæða flokkur í rímnabúningi undir fer-
skeyttum hætti, mest ádeilukvæði um óvini skáldsins. Þar
greinir Hallur ártalið, þegar hann yrkir flokkinn, 1580, og
er þetta elzta dæmi, sem þekkist, um slíka tímasetningu í
rímum. Svo nákvæmlega verða Vilmundarrímur ekki tima-
settar. Þó er sennilegast, að þær séu ortar á áratugnum
1560—70. Þær eru ortar fyrir Jón Marteinsson sýslumann,
og þar sem Hallur var Skagfirðingur, má telja víst, að ortar
séu eftir að Jón kom norður og gerðist sýslumaður í Vaðla-
þingi, en það var 1560. Tíu árum síðar flytzt Jón sýslu-
maður til Suðurlands, og mætti líklegt virðast, að Vilmund-
arrímur væru ortar fyrir þann tíma, en um það verður ekki
sagt með vissu. Þær geta ekki verið ortar síðar en um 1590,
því að erindi úr þeim er í íslandslýsingu Sigurðar Stefáns-
sonar, sem hlýtur að vera rituð á árunum 1593—95. Bragar-
háttur einnar rímu í Vilmundarrímum er gagaraljóð. Hafi
Magnús prúði fundið þann hátt, eru Vilmundarrímur yngri
en Pontusrímur. Eftir Þórð á Strjúgi eru tveir rímnaflokk-
ar, Valdimarsrímur og Rollantsrímur af Runsivalsþætti. Hann
mun hafa ort Valdimarsrímur ungur að aldri, en Rollants-
rímur síðar á ævinni, þó ekki síðar en um 1590, því að úr
þeim er erindi og vísuorð í Islandslýsingu Sigurðar Stefáns-
sonar. Geta skal þess, að í skinnbókinni Stokkh. 22, 4to eru
brot úr mansöngum Rollantsrímna, og munu þær hafa ver-
ið orðnar kunnar nokkuð, þegar hún var skrifuð. Auk þess-
ara rímnaflokka er eftir Þórð skopkvæði í rímuformi, sem
nefnist Fjósaríma, og er hátturinn óbreytt ferskeytt.
Með þeim þrem skáldum, sem nú var getið, hefst tími
nafngreindra rímnaskálda, Frá samtíð þeirra Magnúsar,
Halls og Þórðar eru að vísu fleiri rímnaflokkar nafnlausir
en eftir þá, en eftir því sem líður á 17. og 18. öld og rímna-
fjöldinn margfaldast, verður færra af rímum, sem óvíst er,
hverjir kveðið hafi. Síðan á síðara hluta 16. aldar er slík