Skírnir - 01.01.1950, Page 202
Skímir
192 Bjöm K. Þórólfsson
óvissa naumast svo mikil, að hún tálmi rannsóknum, sem
skipta miklu máli.
Á tímabilinu 1560—1600 verða svo miklar nýjungar í
bragarháttum rímna, að bylting má heita. Ekki verður um
það sagt, hversu mikinn þátt nafngreindu skáldin eigi í
henni, en vafalaust hafa Magnús og Þórður fundið nýja
hragarhætti.
Magnús prúði kveður aldrei heila rímu dýrt, en dýrt kveð-
in erindi eru hingað og þangað í rímunum, og sérstaklega
er það siður hans að kveða lokaerindi rímu dýrra en rím-
una að öðru leyti. Þetta tíðkaðist lítt í eldri rímum, þó að
þess megi finna dæmi (Dínusrímur), en á 17. öld kemst
það mjög í tízku. 1 Pontusrímum eru sex áður óþekkt til-
brigði af ferskeyttu og samhendu kveðin hendingum lang-
setis. Af ferskeyttu tilbrigðunum hefur víxlhendan orðið vin-
sælust. Undir henni kveður Magnús þetta alkunna erindi:
Enginn neitt að yrkir par,
sem er með þanka sárum.
Hugnrinn streitt fer hér og hyar,
sem hafskip vankar á bárum.
Hin ferskeyttu tilbrigðin eru aldýr. í einu þeirra, fléttuhönd-
um elztu, eru hendingar einungis langsetis, en í hinum
tveim eru einnig hendingar þversetis. Annað þeirra er snið-
hent þversetis, en hitt er víxlað í öllum vísuorðum og sam-
víxlað.1) Samhendu tilbrigðin eru hagkveðlingaháttur2) og
áttþættingur, og munu rímnavinir kannast við þá bragar-
hætti báða. f Pontusrimum er og frumbragur, sem ekki þekk-
ist úr eldri rímum. Það eru gagaraljóð, bragblendingur af
ferskeyttu og samhendu. Undir þeim hætti kveður Magnús
þriðju rímu og lýkur henni með þessu erindi:
Ætla eg flest sé orðin mædd
öld að gefa rímu hljóð,
1) Rímur fyrir 1600 bls. 71—72, 12. og 15. dæmi um ferskeytta hætti.
Athygli lesenda skal vakin á þvi, að bragorðin aldýra og aldýrt tákna
sitt hvað.
2) Samhent hringhent. Sama bók bls. 81. Nafnið hagkveðlingaháttur
kemur fyrst fyrir svo að eg viti í Apolloníusrímum Bjöms á Skarðsá.