Skírnir - 01.01.1950, Page 204
194
Björn K. Þórólfsson
Skímir
samstöfum þeim, er hendingu gera. 1 rímum hefur þetta
frá upphafi vega verið nefnt sniðhent eða sniðhendingar,
og er einsætt að halda þeim hragorðum. Áðan var þess get-
ið, að eitt hinna aldýru tilhrigða í Pontusrímum er snið-
hent þversetis, og mun það vera elzta dæmi um sniðhent
í rímum.
I öðrum rímum frá síðara hluta 16. aldar eru sniðhendur
alloft kveðnar, en mest ber á þeim í rímum Þórðar á Strjúgi.
f Rollantsrímum er ríma kveðin undir sniðhendri aldýru og
í Valdimarsrímum er háttur rímu einnar stafhent oddhent
rímsneitt.1) Þessir hættir koma ekki víðar fyrir þangað til
á 17. öld. Þórður kveður enn fremur ferskeytt framsniðhent
í 1. og 3. vo., en sá háttur er einnig í Þjalarjónsrímum. Snið-
hent tilbrigði braghends háttar, sem að vísu verður ekki bein-
línis talið dýrra kveðið en frumbragurinn, er baksneidd brag-
henda eða baksneiða. Undir þeim hætti er kveðin ríma í
Rollantsrímum, en hann er einnig notaður í nafnlausum rím-
mn samtímis Þórði. Sama er að segja um skjálfhendu, brag-
hendu miðhenda í fyrstu vísuorði og með hendingu lang-
setis um vísuorð öll.
í Rollantsrímum er fléttubandaríma og eru þar fléttubönd
með nokkuru minni dýrleika en hjá Magnúsi prúða, eða eins
og þau voru kveðin á 17. öld og síðar.
Þórður kveður fyrstur sléttubönd. Hann lýkur fléttubanda-
rímunni með vatnsfelldu sléttubandaerindi:
Mettur rómur meymar mér,
máttur glettu góma.
Dettur tómur heymar hér
háttur sléttu óma.
Hér er það merkilegasta nýjungin, að stuðlasetning skiptir
háttum. Til þess að sléttubönd verði, þurfa stuðlar að standa
fyrir þriðju og fjórðu þungri samstöfu fyrsta og þriðja vísu-
orðs. Áður var það óþekkt í íslenzkri ljóðagerð, að sérstök
stuðlasetning væri frumatriði háttar. f fornum skáldskap
1) Rímur fyrir 1600 bls. 79, fimmta dæmi um stafhenda hætti.