Skírnir - 01.01.1950, Page 205
Skímir
Dróttkvæði og rímur
195
átti að vísu ekki sama stuðlasetning við alla bragarhætti, en
það var einungis afleiðing af mismunandi lengd vísuorða
og hendingaskipun. Sléttubönd munu líka vera eini rímna-
hátturinn, sem beinlínis grundvallast á sérstakri stuðlasetn-
ingu.i)
Nýr frumbragur, stikluvik, er kveðinn í Rollantsrímum
og Þjalarjónsrímum, þríhent í Rollantsrímum, frumbragur-
inn óbreyttur í Þjalarjónsrímum. Stikluvik er breytt úr
samhendu með því að fella burt braglið (stiklu) úr öðru
vísuorði.
1 Mírmantsrímum, sennilega kveðnum skömmu fyrir 1600,
er bragarháttur síðustu rímu stimuð gagaraljóð. Síðar urðu
stímur af gagaraljóða ætt vinsælar. Þar eru hendingar bæði
þversetis og langsetis, stíman oftast sniðhend í ójöfnu vísu-
orðunum, en aðalhend í hinum.
1 rímum frá síðara hluta 16. aldar eru bragarhættir oft
nefndir með nöfnum, einkum í Vilmundarrímum Halls. 1
Sjálfdeilum telur Hallur 50 bragarhætti, en það munu ekki
vera rímnahættir.
Skáldin á tímabili því, sem nú er um rætt, leystu brag-
list rimna úr óeðlilegum viðjum fornra fyrirmynda með því
að kveða hendingar langsetis og finna sléttubönd. Þau skáld
auðguðu hana ómetanlega með sniðhendu háttunum, sem
þau fundu. Síðan töldu rímnaskáld það meiri íþrótt að kveða
sniðhent en aðalhent. Á síðara hluta 16. aldar fengu rím-
umar eigna braglist í fyllra skilningi en fyrr hafði verið.
En þó að rímnaskáld þess tímabils væm merkilegir braut-
ryðjendur, er háttafjöldinn í lok 16. aldar ekki mikill, ef
1) Þó skal þess getið, að fléttubönd þykja bezt kveðin, ef höfð er
svo nefnd Ijóðstöfun fléttubanda, þ. e. að stuðlar standi fyrir fyrstu og
þriðju þungri samstöfu fyrsta og þriðja vísuorðs, en oft er út af þvi
brugðið. —• Það er misskilningur hjá Stefáni Einarssyni (Skírnir 1949,
bls. 127), að Ámi Jónsson, höfundur Hálfdanar rímna Eysteinssonar,
sem um getur hér að framan, hafi ort sléttubönd. Þau koma ekki fyrir
í þeim rímum, en í öðrum rímum af Hálfdani Eysteinssyni ortum á
17. öld er sléttubandaríma. Sbr. Franz Rolf Schröder Hálfdanar saga
Eysteinssonar bls. 66—67.