Skírnir - 01.01.1950, Page 208
198
Björn K. Þórólfsson
Skímir
nýtt tilbrigði, þar sem haldið er þeim frmnatriðum háttar-
ins, sem nauðsynleg eru til þess að sléttubönd verði, en öll-
um frekari dýrleika sleppt. Þetta er nefnt sléttubönd minnstu,
og segir Guðmundur Andrésson (í Bellerofontisrímum), að
hann hafi fundið þau:
Spinna skal þó hljóða hátt
heyrðan fyrri eigi,
finna til þess þýðan þátt
þræddan banda vegi.
Hér er haldið stuðlasetningu sléttubanda og frumlyklun í
1. og 3. vo. Án þessa tvenns verða alls ekki sléttubönd.
Kolbeinslag er tilbrigði gagaraljóða, sem Kolbeinn Grims-
son fann og fljótt varð vinsælt.
Upphaflega var það óbundið í gagaraljóðtnn, hvort sam-
stöfur þær, sem rímliði gerðu í vísu, enduðu allar á sömu
samhljóðum (vísa rímsneidd) eða eigi. En snemma á 17. öld
hafa rímnaskáld tekið að skoða rímsneidd gagaraljóð sem
sérstakan bragarhátt, og hlaut hann síðar nafnið gagaravilla.
Hún hefur fljótt þótt fallegur bragarháttur, og er jafnan tal-
in annar leggur gagaraljóðaættar, en hinn ættleggurinn gag-
araljóð án rímsneiðingar, sem til greiningar frá gagaravillu
er aðeins nefndur gagaraljóð. Af tilbrigðum gagaravillu munu
flestir kannast við stímuna. Hún er háttur 10. rímu í Króka-
refsrímum Hallgríms Péturssonar, og er þetta í:
Endar nótt um græna grund,
gröndin birtast rauna vönd.
Kenndan báru hafs af hund
höndum Bárð og firrtan önd.
Einkennilegur rímnabragur er hurðardráttur. Hann er
sennilega fundinn af síra Jóni Magnússyni í Laufási (d.
1675), sem kvað margar biblíurímur, þar á meðal af kon-
unginum Salómó. Rímuna um það, er gæfa konungs tók að
réna (14. rímu), kveður síra Jón undir hurðardrætti:
Breyti eg því um bragarhátt og bregð af lagi,
so sem mér þykir um Salómon skipta,
svinna og grynna tignar hagi.
Hér er lengd og fjöldi vísuorða sem í braghendu, en aðeins