Skírnir - 01.01.1950, Page 209
Skímir
Dróttkvæði og rímur
199
fyrsta og þriðja vísuorð rímað saman. Brátt hefur verið hætt
að ríma þau saman, og er hurðardráttur öldungis án rímliða
alls staðar, þar sem eg þekfct hann, nema hjá síra Jóni. Að
því leyti er hurðardráttur einn sér meðal rímnabraga og
minnir á foma bragarhætti. Hann er að sjálfsögðu skoðaður
sem frumbragur og oft kveðinn dýrt. Hendingar þversetis.
Síra Jón kveður einnig í hiblíurímum sínum tvo nýja
bragarhætti ferhenda með öll vísuorð jafnlöng, átta sam-
stöfur eða fjóra bragliði hvert þeirra, og öll óstýfð. 1 öðrum
hættinum em öll vísuorð rímuð saman eins og í samhendu,
enda em þau aðeins einni léttri samstöfu lengri en samhend
vísuorð. Undir þeim hætti er kveðin 18. ríma í Adamsrímum:
Átjánda skal andlegt fræði
uppbyrja, þó kosti mæði,
af Adams sögu, er innir bæði
ástir guðs og þar með bræði.
Hinn ferhendi hátturinn er víxlrímaður. Það er háttur 13.
Salómonsrímu:
Sæmdi vel fyrir Salómons speki,
sú er kunni alla að fræða,
að málsnilld fögur í munni léki,
um Majestat þá hans skal ræða.
I báðum þessum bragarháttum em vísuorðin eins og í hryn-
hendu, ef sleppt er hendingaskipun hennar.
Alveg einstakur meðal rímnabraga er háttur fyrstu rímu
í Spánverjarímum eftir ókunnan höfund, sem sennilega em
ortar skömmu eftir Spánverjavígin 1615. f þeim hætti er
hvert erindi sex vísuorð. Lengd vísuorða er sem í dverg-
hendu, ójöfnu vísuorðin rímuð saman öll þrjú og hins vegar
jöfnu vísuorðin öll þrjú. Ekki þekki eg þenna bragarhátt
úr fleiri rímum.1)
Guðmundur Bergþórsson, líklega afkastamesta rímnaskáld,
sem uppi hefur verið, orti rímur af Olgeiri danska, 60 rímna
flokk, og dagsetur þær að niðurlagi fjórða október 1680. Þar
er hver ríma ein um hátt nema tvær rímur oddhendar.
Guðmundur greinir stýfða braghendu frá hættinum óstýfð-
1) Spánverjavígin 1615. Khöfn 1950.