Skírnir - 01.01.1950, Page 210
200
Bjöm K. Þórólfsson
Skímir
um og fer með hana sem sérstakan bragarhátt. Stýfði hátt-
urinn hefur síðan á 18. öld verið nefndur valhent, og má
vel halda því, þó að það orð væri fyrr á öldum haft um
annað tilbrigði braghends háttar. Sömuleiðis fer Guðmundur
með úrkast stýft í 2. og 4. vo. sem sérstakan bragarhátt og
ruglar því ekki saman við þá grein háttarins, þar sem jöfnu
vísuorðin eru óstýfð. tJrkast með jöfnu vísuorðin stýfð hefur
verið nefnt dverghent, og er einsætt að halda því góða brag-
orði. I Olgeirsrímum eru allir þrír ættleggir stuðlafalls.
Frumbragur ættarinnar er það, sem bragfræðingar nefna
stuðlafall frárímað, og einungis í þeirri mynd þekkist stuðla-
fall fyxir 1600. Baksneitt stuðlafall er lagað eftir baksneiddri
braghendu, en einstafað stuðlafall nálgast meir frumbrag
hraghendu ættar.
Meðal frumhraga í Olgeirsrímmn er langhent og skamm-
hent, hvorttveggja dregið af ferskeyttum hætti. Bæði í lang-
hendu og skammhendu eru ójöfnu vísuorðin einni léttri sam-
stöfu lengri en í ferskeyttu, en mismunur nýju háttanna er
fólginn í lengdarmun jafnra vísuorða. 1 langhendu eru þau
þungri samstöfu eða braglið lengri en í ferskeyttu. í skamm-
hendu eru þau léttri samstöfu styttri en í ferskeyttu. Lang-
hent og skammhent eru víxlrímaðir hættir eins og ferskeytt.
Á 17. og einkum á 18. og 19. öld varð það mikil tízka,
að rimnaskáld fyndu nýja bragarhætti. Guðmundur Berg-
þórsson fann nýjan frumbrag, valstýfuna, kvað hann fyrst
í Olgeirsrímum, en gaf honum nafn í Bálantsrímum, sem
hann kvað síðar:
Þenna brag eg fyrstur fann
og fór með hann.
Vil eg heiti valstýfan,
ef vitnast kann.
I valstýfu er lengd vísuorða sem í alstýfðri dverghendu, en
öll vísuorð rímuð saman eins og í samhendu.
Nokkur rímnaskáld hafa breytt valstýfunni með dýrleika,
en dýrast kveður Guðmundur hana sjálfur í lokaerindi 59.
Olgeirsrímu:
Gælu spilið telur tal
í tvílað skjal,