Skírnir - 01.01.1950, Page 213
Skímir
Dróttkvæði og rímur
203
Staglienda gat átt sér fyrirmyndir í Háttatali Snorra og
háttalykli Lofts ríka, þó að slíkir ljóðleikar séu þar nefnd-
ir öðrum nöfnum.
Hin svo nefnda þrístikla Áma Böðvarssonar mun fastast
tengd við nafn hans allra bragarhátta, sem hann fann. Hún
er í raun og vem aloddhend skáhenda með vísuorðalengd
hrynjanda. Undir þeim hætti kveður Árni 34. rímu í Völs-
ungarímum:
Skjaldan tömum hátta hömum
hlýt eg sömu búast;
mín þrístikla ljóða lykla
lætur ei mikla snúast.1)
Ámi Böðvarsson hefur fyrstur kveðið aloddhenda bragar-
hætti.
Nítjánda öldin eignaðist rímnaskáld, sem vera mun mest
allra í þeirri grein, þar sem er Sigurður Breiðfjörð. Hann
fann fmmbrag, sem hann nefndi sjálfur nýhendu og dreg-
inn er af ferskeyttum hætti þannig, að þungri og léttri sam-
stöfu eða einum braglið er aukið við jöfnu vísuorðin. Sá
háttur er oft nefndur eftir höfundi sínum Sigurðarbragur
og hefur verið kveðinn dýrt á ýmsa vegu, en sjálfur fann
Sigurður flest og dýrast tilbrigðin. Hann mun fyrstur hafa
kveðið rímur undir þeim fmmbrag, sem Helgi Sigurðsson
nefnir afhendingu hina nýju eða stuðlafalls afhendingu, en
hún er breytt úr stuðlafalli þannig, að þriðja vísuorð er stytt
um eina þunga samstöfu og rímað við fyrsta vísuorð, en
ekki við annað vísuorð. Þó að Sigurður Breiðfjörð noti þenna
bragarhátt fyrstur í rímum, er hátturinn eldri en Sig-
urður. Helgi Sigurðsson bendir réttilega á þessa gömlu þjóð-
söguvísu:
Ósk þá vildi eg eiga mér svo góða,
að eg ætti syni sjö
með Sæmundi hinum fróða.
1) Rimur þessar nefnast fullum titli Ævi þeirra Völsunga, Buðlunga,
Gjúkunga, Ragnars konungs loðbrókar og sona hans, 36 að tölu og
lengsti rímnaflokkur Árna Böðvarssonar. Þær vantar í rímnabálkinn í
handritaskrá Landsbókasafns, en eru í JS 11, fol. (eiginhandarrit skálds-
ins).