Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 214
204
Bjöm K. Þórólfsson
Skímir
En háttur vísunnar hefur verið ókunnur almenningi. Því
hefur henni verið breytt í ferhendu. Sbr. ísl. þjóðsögur 1. bd.
bls. 500.
Sigurður Breiðfjörð hefur enn fremur verið talinn höfund-
ur svo nefndrar nýlanghendu, en þar villast menn mn tvær
aldir, því að víxlrímaði ferhendi hátturinn, sem áður er
getið að síra Jón Magnússon í Laufási fann, er einmitt frum-
bragur hennar. Raunar munu rímnaskáld lítt hafa notað
hina ferhendu hætti síra Jóns, þangað til Sigurður tók að
kveða nýlanghendu. Sjálfur eignar hann sér ekki bragar-
háttinn, en menn hafa gert það vegna þess, að þeir þekktu
ekki þann hátt úr rímum annara.
Þegar kemur fram á 19. öld, er tala rimnahátta, einkum
ferskeyttra, orðin legíó, og þó er haldið áfram að smíða
nýja. Þeir eru nú í miklu fastari skorðum en fyrr. Ef til vill
hafa vinsældir stýfðra hátta heldur farið rénandi. Valhent
og dverghent mun sjaldan kveðið í 19. aldar rímum.
Það var hefðbundin venja, jafngömul háttaskiptum í
rímnaflokkum og raimar eldri, að fyrsta rima í flokki væri
undir ferskeyttum hætti óbreyttum. Út af þessu mun sjald-
an brugðið allar þær aldir, sem rímnagerð tíðkaðist. Oft er
líka síðasta ríma undir einhverjum ferskeyttum hætti.
Ef vér nú spyrjmn, hvað það var, sem höfundur rimna
mátu mest, þegar þeir ortu þær, þá mundi háttafjöldinn
í rímum, dýrleiki og margvísleg fjölbreytni háttanna, vera
nægilegt svar við þeirri spumingu. En skáldin svara henni
líka beimun orðum, og er svar þeirra hið sama öld eftir
öld. 1 eldra hluta Bæringsrímna gömlu er svo að orði kom-
izt um fjölbreytni bragarhátta í skáldskap:
Helztar tel eg þær harmabætr,
hugsa eg um, þegar lengjast nætr,
hversu að miðjungs mjöðurinn sætr
marga vega í kvæðum lætr.
Alls einu sinni verður þess vart hjá Hallgrími Péturssyni,
að honum finnist til um skáldskap sinn. Það er í sléttubanda-
rímunni, sem áður er getið. Það erindi hennar sem fer næst
á undan hinu síðasta og dýrasta, hljóðar svo: