Skírnir - 01.01.1950, Page 215
Skirnir
Dróttkvæði og rímur
205
Stuttur þægri merkjast má
mærðar slagur veiki,
fluttur dægri einu á.
Eftir fleiri leiki.
Sigurður Breiðfjörð ávarpar skáldgyðjuna þannig:
Kom nú, háa heillin min,
hugatm sjúka að styrkja,
himnesk ljá mér hljóðin þín,
hætti mjúka að yrkja.
Rímnaskáldin þreyta sömu íþrótt og Snorri í Háttatali. 1
augum þeirra jafnt og hans eru bragarhættir höfuðatriði
skáldskaparins. Bragarhættir fara ekki eftir efni. Skáldskap-
urinn er form formsins vegna, en samsvörun efnis og forms
er óþekkt hugtak.
Eins og áður getur tóku rímurnar hið foma skáldmál,
kenningar og heiti, í arf eftir dróttkvæðin. Notkun þess er
einn af meginþáttum rímnagerðar frá upphafi hennar allt
til vorra daga. Þrátt fyrir allt, sem áfátt er um meðferð þess
í rimum fyrr og síðar, em tengsl dróttkvæða og rímna hvergi
auðsærri en í skáldmálinu.
Það er dómur flestra, sem um rimur hafa ritað, að frá
upphafi vega sé mun verr með skáldmál farið í þeim en
dróttkvæðum. Þetta er auðvitað rétt, ef þær em bomar sam-
an við dróttkvæðin eins og þau vom á blómaskeiði sínu, en
sumar af miðaldarímum þola að þessu leyti vel samanburð
við dróttkvæði frá 14. öld. Auk Ölafsrímu og Völsungsrímna
má t. d. nefna Sörlarímur, Friðþjófsrímur, Grettisrimur,
Þrændlur og Skáldhelgarímur. Ýmsar nýjungar í kenning-
um rímna em réttmætar að fomum reglmn. Kenningar eins
og Hrand vira era réttar, þó að þess finnist ekki dæmi í drótt-
kvæðum, að kona sé kennd til vírs (víravirkis í kvenskarti).
Hins vegar er augljóst, að skáldmáli rímna hefur fljótt
tekið að hnigna, og er sú hnignun þegar auðsæ í miklum
hluta þeirra rimna, sem ortar era á öldunum fyrir siðaskipti.
Svo að tekin séu dæmi af prentuðum rímum, skal á það
bent, hversu langt Bósarímur standa að baki Völsungsrím-