Skírnir - 01.01.1950, Page 216
206
Bjöm K. Þórólfsson
Skímir
um fomu um kenningar. Yiðlíka langt standa Skógarkrists-
rímur Rögnvalds blinda að baki Bósarímum. Kenningum
hrakar eftir því sem fram líða tímar. Þó eru kenningar
Mábilarrimna góðar. Sé Sigurður blindur höfundur þeirra,
hefur hann verið samtíðarmönnum sínum fremri að þekk-
ingu í fornum skáldskaparfræðum.
Ekki verður sagt, að hin bragslyngu rímnaskáld á síðara
hluta 16. aldar bæti vemlega um kenningar. Þó verður vart
nokkurrar viðleitni í þá átt hjá Þórði á Strjúgi. Hann lýsir
í mansöngum skoðun sinni á notkun Eddu, tekur sér í munn
orð Lilju um það, að ekki skuli kveða myrkt, en segir hins
vegar:
Skatnar hyggnir skilja vel
Skáldu og Eddu bæði.
Þetta er í fyrsta skipti, að Skálda er nefnd í rímum.
Hnignun kenninga stafar einkum af því, að þekking rímna-
skálda á Eddu og fornum skáldskap fer minnkandi, en þau
leita fyrirmynda í eldri rímum, misskilja oft kenningar þeirra
og breyta til hins verra. Þá verður það og fátíðara en fyrr
að heiti séu höfuðorð kenninga, og verður þeirrar breyting-
ar einnig vart í rímum, þar sem kenningar em réttar, t. d.
Mábilarrímum. Þetta atriði mun vera eitt af því, sem helzt
má eftir fara, þegar dæma skal um aldur rimna frá þeim
öldum, þegar fátt er nafngreindra rimnaskálda. Þó em heiti
jafnan notuð í rímum, og skáldin kunna miklu betur með
þau að fara en kenningar, þó að oft skeiki frá réttu einnig
um notkun heita.
Hallgrímur Pétursson kunni vel að beita skáldmáli, eins
og Aldarháttur hans sýnir bezt. f rímum sínum vandar hann
kenningar og brýnir fyrir skáldum að nota Eddu rétt. Hann
tekur við af Bjarna Borgfirðingaskáldi að kveða rímur af
Flóres og Leó, hælir Bjarna oftar en einu sinni, en finnur
að kenningum hans:
Þó eg horfi Eddu á
og ýmsa fomkveðlinga,
glöggt þar ekki geri eg sjá
grundvöll hans kenninga.