Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 218
208
Bjöm K. Þórólfsson
Skímir
Þó að Sigurður Breiðfjörð kveði kenningar vel í þeim rím-
um, sem hann vandar hezt, verður oft mishrestur á því í
rímum hans. Yfirleitt verður rímnaskáldum á 19. öld ekki
hælt fyrir kenningar þeirra. Þó skal þess getið, að Bólu-
Hjálmari tekst oft mætavel.
Frumleiki rímnaskálda er svo miklu minni í kenningum
en bragarháttum, að ekki er sambærilegt. Enda hafa þau
aðallega skoðað skáldmálið sem tæki í þjónustu rímlistar-
innar. Orðaforði þess gerði þeim kleift að breyta bragar-
háttum á svo marga vegu sem raun ber vitni, en slíkt hefði
verið óhugsandi með öllu, ef þau hefðu einungis haft orða-
forða daglegs máls til umráða. En auk þess, að skáldmálið
var ómissandi vegna rímtækninnar, þótti það einnig nauð-
synlegt til þess að gefa rímum þann svip, sem menn vildu
á þeim hafa, hvort sem bragarhættir voru einfaldir eða
dýrir. Biblíurímur þær, sem Guðbrandur biskup lét kveða,
eru undir einföldum háttum, en þó eru hafðar í þeim kenn-
ingar, auðvitað í eftirlætisskyni við rímnasmekk alþýðu.
Skáld biskups skirrast jafnvel ekki við að hafa svo heiðnar
kenningar sem Óska vín um skáldskap sinn. Einkum þóttu
kenningar sjálfsagðar, þegar mikið skyldi við hafa. Þá skyldi
saman fara dýr bragarháttur og orðmargar kenningar. Á
þann veg er ort Hjálmarskviða Sigurðar Bjamasonar, brag-
arhátturinn hringhenda og hver kenningin rekur aðra. Þær
þóttu fegra í kveðandi, eins og Snorri kemst að orði um
sannkenningar.
Alhr, sem rímur þekkja, karmast við lýsingarorð, sem þar
er venjulegt að hafa um hrausta kappa, fríðar konur, vopn
o. s. frv. Þetta stíleinkenni rímna á rætur að rekja til sann-
kenninga í fomum skáldskap, en orð þau, sem hér um ræð-
ir, em oft svo innantóm í rímum, að rangnefni væri að
kalla þau sannkenningar. Réttara er að nefna þau einkunn-
ir, enda mynda þau ávallt eitt hugtak með nafnorði því,
er þau fylgja. Á meðal einkunna þessara em, einkum í
gömlum rímum, ýmis fomyrði, en einnig erlend orð, t. d.
kvintur, sem hafa mátti um allt það, er lofað var. Það orð
mun hverfa úr rímum á 16. eða 17. öld, en álíka óákveðin