Skírnir - 01.01.1950, Page 219
Skírnir
Dróttkvæði og rímur
209
er merking sumra einkunna, sem eru forn íslenzk orð. Allir
kannast við orðið svinnur, sem hefur verið notað í rímum
frá upphafi þeirra allt til þessa dags. Það merkir eiginlega
vitur, en í rímum verður merking þess varla skilgreind nán-
ar en svo, að það sé lofsyrði um mann eða konu, og er þó
efamál, að alltaf felist svo mikið í því. Líkt má segja um
orðið teitur, sem eiginlega merkir glaður, en má oft heita
merkingarlaust í rímum. Orð, sem teljast mega til hefðhund-
inna einkunna eru allmörg í rímum og hafa þótt eiga þar
heima til þess að fylla vísuorð og gefa rimunum svip, en
um efni skiptir sjaldnast neinu, hvort þau eru höfð eða nafn-
orðin án þeirra. Þó eru lýsingarorð stundum þannig valin,
að þau eiga vel við kenningar, svo að fram kemur fyllri
mynd en ella mundi, eins og í þessu hringhenda erindi úr
Númarímum:
Leiftraði bláa Blinds elding
buðla þá í höndum;
niður sáir hann í hring
hlífa gráum fjöndum.
Ef vér nú lítum yfir sögu rímna, þá sjáum vér að vísu
ýmsar breytingar og sumar miklar, en þó er íhaldssemi sá
eiginleiki, sem ríkastur er í þeirri bókmenntagrein. Séu Völs-
ungsrímur fornu bomar saman við rímur frá 19. öld, reynist
þar fleira sameigið en vænta mætti, þegar fimm aldir skilja.
Þrátt fyrir margvísleg erlend áhrif em tengsl við forn-
öld vora sterk og augljós í rímum eldri og yngri. f skáldmáli
rofna ekki tengsl við dróttkvæðin, þó að mörg rímnaskáld
misþyrmi því. Mest er þó vert um þá formfestu í braglist,
sem rímurnar erfðu af dróttkvæðunum. Hún verður meiri
eftir það, að rímnaskáld hætta að binda sig óeðlilega við
fornar fyrirmyndir um dýrleika bragarhátta. Um sama leyti
sem sú breyting gerðist, verður það siður skáldmæltra manna
að yrkja lausavísur undir rímnaháttum. Fram að þeim tíma
voru þær mest ortar undir fornum bragarháttum, en fer-
skeytlan átti hlómaskeið á 17. og 18. öld. Lausavísan er
skilgetin dóttir rímunnar, og móðurarfur lausavísunnar er
formfesta, sem einstök mun vera í alþýðukveðskap.
14