Skírnir - 01.01.1950, Side 220
SIR JOSEPH BANKS:
DAGBÓKARBROT ÚR ÍSLANDSFERÐ 1772
Jakob Benediktsson þýddi.
Arið 1772 kom hingað til lands fyrsti vísindaleiðangur sem gerður
var út til Islands frá löndum utan Danaveldis. Það var Englendingur-
inn Joseph Banks (1743—1820) sem kom hingað með nokkurn hóp
fræðimanna á skipi er hann hafði tekið á leigu gagngert til þessarar
ferðar. Vísindalegur árangur fararinnar varð að sönnu ekki mikill, en
kynni Banks af landi og þjóð urðu hins vegar til þess að hann kom
töluvert við sögu fslands þegar fram liðu stundir. Enginn þeirra sem
þátt tóku í förinni birti neitt um hana á prenti nema Svíinn Uno von
Troil (1746—1803); en síðar hefur margt verið um hana ritað.1) Hér
er því ekki ástæða til að greina nánar frá Joseph Banks og ferð hans
en dagbókarbrot það sem hér er birt gefur tilefni til.
Halldór Hermannsson hefur bent á (Islandica XVIII 7-—8) að Banks
hafi haldið dagbók á ferðinni og siðan léð hana ýmsum, m. a. W. J.
Hooker, sem birti kafla úr henni í ferðabók sinni (Joumal of a tour in
Iceland in the summer of 1809, London 1813). Dagbók þessi var aldrei
gefin út í heilu lagi, og afdrif handritsins voru lengi ókunn. Halldór
Hermannsson telur liklegt að það hafi verið selt á uppboði með ýmsum
öðmm skjölum úr eigu Banks árið 1886, en veit ekki hvað síðan hefur
um það orðið. Nú vildi svo til ekki alls fyrir löngu að dr. Finnur Guð-
mundsson veitti því eftirtekt að í bókaskrá um dýrafræðirit í bókasöfn-
um McGill-háskólans í Montreal var talin ferðasaga Banks til fslands
í eiginhandarriti2). Dr. Finnur fékk síðan fótóstat af handritinu hingað
1) Sjá Uno von Troil, Bref rörande en resa til Island MDCCLXXII,
Upsala 1777 (kom síðar út í auknum útgáfum á þýzku, ensku, frönsku
og hollenzku); ný útg. Stockh. 1933 (Brev om Island) með inngangi
eftir Ejnar Fors Bergström, en þar em m. a. birtir í fyrsta sinn kaflar
úr dagbók von Troils frá íslandsferðinni. Enn fremur Þorv. Thoroddsen,
Landfræðiss. fsl. III 130—-35; Halldór Hermannsson, Sir Joseph Banks
and Iceland, Islandica XVIII, 1928 (ýtarlegasta ritið um öll skipti Banks
við fslendinga); Helgi P. Briem, Sjálfstæði íslands 1809, 1936 (um síð-
ari afskipti Banks af íslandsmálum).
2) Casey A. Wood, An introduction to the literature of vertebrate
zoology, based chiefly on titles in the Blacker Library of Zoology ... of
McGill University, Montreal, London 1931, bls. 139 og 220 (“Banks,
Sir Joseph. 1772. Voyage to Iceland. ... Unique autograph manuscript
by this famous traveller. ... In the Blacker Library”).