Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 221
Skimir
Dagbókarbrot úr Islandsferð 1772
211
til lands og hefur góðfúslega leyft þeim sem þetta ritar að nota haim
og birta kaflann sem þýddur er hér á eftir.
Handritið hefst á inngangi (8 bls. með sérstöku blaðsíðutali), síðan
kemur það sem varðveitt er af dagbókinni sjálfri (bls. 1—88) og loks
viðbætir (5 ótölusettar bls.), en það er uppskrift á vegabréfi Banks og
félaga hans, gefnu út af danska sendiherranum í London. Dagbókin sjálf
hefst 12. júlí 1772 og endar í handritinu á 6. sept., rúmri viku eftir að
þeir félagar komu til Islands, en af dagbók Uno von Troils sést að þeir
fóru ekki frá Islandi fyrr en 9. okt., og Hooker birtir meðal annars
kafla úr dagbók Banks um göngu þeirra félaga á Heklu 24.—25. sept.
Augljóst er því að allan síðari hluta dagbókarinnar vantar, og skal engum
getrnn að því leitt hvort hann muni glataður með öllu eða kunni að
Ieynast einhvers staðar í bókasöfnum.
1 inngangi dagbókarinnar segir Banks frá aðdraganda ferðarinnar.
Hann hafði á sjálfs sín kostnað tekið þátt í rannsóknarför James Cooks
til ICyrrahafsins 1768—71 og haft marga vísindamenn í þjónustu sinni,
m. a. sænska grasafræðinginn dr. Daniel Carl Solander (1735—82).
Banks hafði nú verið boðið að taka þátt i næsta leiðangri Cooks, sem
átti að leggja af stað sumarið 1772; hann hafði þegið boðið og ráðið með
sér fræðimenn og teiknara til ferðarinnar. En þegar til kom varð ágrein-
ingur milli Banks og flotastjórnarinnar brezku um útbúning skipsins
sem Banks átti að hafa til afnota fyrir sig og menn sína, og er bersýni-
legt af orðum Banks í dagbókinni að hann hefur móðgazt og ekki þótt tek-
ið nægilegt tillit til óska sinna. Niðurstaðan varð að hann hætti við ferð-
ina, og svo var og um flesta starfsmennina sem hann hafði ráðið.
Banks vildi nú engu að síður nota starfskrafta þeirra og ákvað því að
fara rannsóknarferð til íslands. Um ástæðurnar til þess að hann valdi
sér Island að rannsóknarefni segir hann aðeins þetta: „Ég ætlaði mér
að takast ferð á hendur af einhverju tagi, og ég sá alls engan stað, sem
tími minn leyfði mér að komast til, eins liklegan til að veita mér hent-
ugt tækifæri og Island; en vegna þess að þetta land er að vissu leyti
eign dansks verzlunarfélags hafa sjaldan komið þangað gestir og aldrei
neinn góður náttúrufræðingur, að því er ég bezt veit. Allt yfirborð
landsins er ókunnugt grasafræðingum og dýrafræðingum; og hin mörgu
eldfjöll, sem sagt er að þar sé gnótt af, ollu því enn fremur að mjög
æskilegt var að rannsaka landið." Af þessu verður ekkert ráðið um það
hvaðan Banks kom fyrst hugmyndin um að fara til Islands (sbr. Islan-
dica XVIII 4—6).
Banks tók nú á leigu 190 lesta briggskip, „Sir Lawrence“, með 12
manna áhöfn, og galt í leigu fyrir það 100 pund á mánuði. Auk áhafn-
ar voru á skipinu fræðimenn (m. a. dr. Solander, læknirinn dr. James
Lind, teiknararnir James og John Frederick Miller og John Cleveley),
þjónustulið Banks og gestir (meðal þeirra Uno von Troil), — alls 22
menn (allir taldir með nöfnum í dagbókinni). Þeir létu úr höfn frá