Skírnir - 01.01.1950, Page 222
212
Sir Joseph Banks
Skímir
Gravesend 12. júlí og sigldu suður fyrir England og norður með þvi að
vestan. Dagbókin lýsir ferðinni allýtarlega, einkum eyjunum vestan
Skotlands. Kaflar úr þessum þætti dagbókarinnar (lýsingin á eynni
Staffa) voru birtir í Thos. Pennant, Tour in Scotland and voyages to
the Hebrides, 1772, Chester 1774, bls. 261—69, og síðar í ýmsum út-
gáfum af bók von Troils (fyrst í ensku útgáfunni, Letters on Iceland,
1780, bls. 288—93; kaflamir eru að mestu orðréttir). — Loks létu þeir
félagar í haf til Islands 16. ágúst og vora komnir norður fyrir Suður-
eyjar 18. ág. Þaðan hrepptu þeir vont veður og urðu allir sjóveikir,
jafnvel hinir vönustu. Að kvöldi hins 25. ág. súu þeir land og sigldu
vestur fyrir Reykjanes; að morgni hins 28. ág. vora þeir komnir svo
nærri landi að þeir sáu bæi og tún og landslag allt.
Afgangur dagbókarhandritsins er birtur hér á eftir í íslenzkri þýð-
ingu. Þó að þetta sé ekki nema brot og hafi ekki mikla nýstárlega vit-
neskju að geyma, er ekki ófróðlegt að kynnast því hvemig ísland og Is-
lendingar komu enskum hefðarmanni fyrir sjónir við fyrstu kynni árið
1772.
Margir bátar voru að fiska allt í kringum okkur. Við vor-
um ekki í vafa um að einhverjir mundu koma um borð
þegar er við drægjum upp fánann, en engu að síður og þrátt
fyrir öll merki sem við gátum sýnt virtust þeir frekast forð-
ast okkur. Við urðum því að skjóta út báti til þess að hafa
tal af einhverjum þeirra. En þeir höfðu ekki fyrr komið
auga á það en þeir tóku að róa burt af öllum mætti. Bátur
okkar elti þá og náði þeim [þ. e. einum bátnum] brátt. Þeir
voru þrír og virtust allir vera mjög hræddir, en voru mjög
vingjarnlegir og komu á eftir báti okkar að skipinu.
Klæðnaður þeirra vakti athygli okkar. Þeir voru allir i
eins konar eltiskinnsflík sem kom í stað bæði buxna og stíg-
véla og í treyju úr sauðskinni. Þetta voru þó aðeins hlífðar-
föt utanyfir venjulegum klæðnaði þeirra, og þeir fóru úr
þeim áður en þeir vildu koma upp á skipið. Engu að síður
var svo mikil fisk- og þráalykt af þeim þegar þeir komu inn
að óþægilegt var að koma nærri þeim, og þeir voru (eink-
um einn þeirra) furðulega lúsugir. Þeir skulfu bersýnilega
á beinunum, og stórt brennivinsglas sem hver þeirra drakk
losaði þá ekki með öllu við óttann. Dr. Solander sem hafði
verið í Noregi varð þess vísari að danska sú sem töluð var
þar var svo lík tungu þeirra að honum veittist auðvelt að