Skírnir - 01.01.1950, Page 223
Skírnir
Dagbókarbrot úr Islandsferð 1772
213
tala við þá. Hann fór með þá ofan í káetu og þar fengu
þeir nóg að borða og drukku sem því svaraði, en þá tók
hræðsla þeirra að réna. Þeir svöruðu spurningum okkar og
lögðu aðrar fyrir okkur; þegar þeim var orðið fyllilega ljóst
að við vorum frá Englandi spurðu þeir meðal annars hvort
við værum kristnir eða ekki. Fullvissun okkar um þetta virt-
ist gleðja þá mjög og auka þeim svo traust til okkar að einn
þeirra samþykkti að verða eftir hjá okkur af fúsum vilja og
vísa okkur leið inn á Hafnarfjörð, höfnina þar sem við ætl-
uðum að leggjast, þó með því skilyrði að við sendum konu
hans margar gjafir, en hann virtist aðeins hera kvíðboga
fyrir skelfingu hennar sín vegna.1
Þegar þessu var komið í kring og gjafimar afhentar, en
þær vom silkiklútur og nokkrir borðar, kvöddu félagar hans,
þó ekki ógrátandi, og skildu hann eftir í höndum okkar.
Við sigldum áfram eftir leiðbeiningum hans og beittum upp
í vindinn. Rétt undir nóttina sáum við marga stóra hópa
af súlum og öðrum fuglum.
29. ágúst. Um kl. 8 um morguninn lögðumst við fyrir
akkeram um það bil þremur mílum fyrir sunnan Bessastaði,
aðsetur stiftamtmannsins eða landstjórans,2 á algerlega skjól-
lausum stað, en þar var okkur sagt að við ættum að liggja
þangað til stiftamtmaðurinn leyfði að við legðum inn á ör-
uggari höfn. Dr. Solander fór á báti til þess að heimsækja
hann og tók hann með sér vegabréf okkar. Um kl. 12 kom
hann aftur og hafði fengið hinar kurteislegustu viðtökur og
loforð um að við skyldum fá hverja þá aðstoð sem hann
[þ. e. stiftamtmaður] væri fær um að veita. Meðan hann
var á burtu kom fjöldi Islendinga um borð, en enginn þeirra
var eins þefillur og óhreinn og þeir sem við sáum í gær.
Yfirleitt vora þeir hreinir og þrifalegir, vel útlítandi fólk.
Við keyptum af þeim skelfisk og með því að renna færi yfir
borðstokkinn veiddum við mikið af fallegri flyðra.
Undir eins og doktorinn kom aftur hélt hafnsögumaður-
inn á staðnum áfram með okkur til hafnar, en hann hafði
verið með doktornum og hafði nú fengið skipanir sínar; og
um miðdegisverðarbil lögðumst við fyrir akkerum á skipa-