Skírnir - 01.01.1950, Page 224
214
Sir Joseph Banfcs
Skírnir
legunni þar sem við áttum að vera meðan við dveldumst
á eynni. Staðurinn heitir Hafnarfjörður [Hafnefiord] og er
á suðvesturhorni eyjarinnar í hotni fjarðar sem kallaður er
Faxafjörður [Faxa Fiordur]. Að því er virðist er höfnin lé-
leg þar sem hún er opin fyrir norðvestanvindi, en allir voru
sammála um að sú vindátt væri aldrei langstæð hér.
Þegar að loknum miðdegisverði fórum við í land, forvitn-
ir að sjá landið, og ákváðum að fyrsta för okkar skyldi vera
heimsókn til stiftamtmannsins, sem átti heima hér um hil
þrjár mílur þaðan sem við lágum.
Um kl. 4 lentum við á landi sem var ósléttara og sundur-
tættara en auðvelt er að ímynda sér. Klettamir, sem voru
óvenjulega harðir, teygðu sig upp í lóðrétta tinda, 8 eða 10
yards á hæð, og á milli voru litlar lautir eða öllu heldur
gryfjur, álíka djúpar. Nálægt ströndinni var dálítið af ilm-
andi en lágvöxnu grasi, en þegar við vomm komnir mílu-
fjórðung upp í landið sást ekkert nema rjúpnalauf og fá-
einar fjallajurtir á víð og dreif innan um grjótið.
Þetta sérkennilega útlit klettanna, er var svo ólíkt því
sem nokkur okkar hafði séð fyrr, átti bersýnilega rót sína
að rekja til eldsumbrota. Harka grjótsins, hið óreglulega yfir-
borð þess og framar öllu holumergðin sem myndazt hafði
í því við ójafna storknun eftir bræðsluna sannaði þetta her-
lega. Við fögnuðum vali okkar á þessum stað þar sem við
ættum þess kost að rannsaka nákvæmlega að minnsta kosti
eina tegund áhrifa eldfjalls.
Við spurðum leiðsögumann okkar, sem annars var skyn-
semdarmaður, hvernig á því stæði að þessi hluti eyjarinnar
væri svona bmnninn, en hann svaraði að hann hefði heyrt
sagt að þegar Norðmenn komu hingað fyrst til þess að nema
ísland, hefðu þeir fundið hér fyrir nokkra írska menn sem
ómögulegt hefði verið að losna við með öðmm ráðum en
með því að brenna allt yfirborð landsins á þessum hluta
eyjarinnar, og það hefði því verið gert. Þó að þessi saga næði
engri átt var hún frekari sönnun þess að hið sérkennilega
eðli klettanna stafaði af eldi, og í þeirri veru tókum við sög-
unni með ánægju.