Skírnir - 01.01.1950, Page 226
216
Sir Joseph Banks
Skímir
áhrif fyrri gosa næstum allt í kringum staðinn sem var
ætlaður okkur til dvalar. Síðan kvöddum við, og leiðsögu-
maðurinn, sem var skynsemdarmaður og féll okkur öllum
vel í geð, var ráðinn í þjónustu okkar meðan við værum
hér.6
30. ágúst. Þar sem nú var sunnudagur ákváðum við að
fara í kirkju til þess að fólk fengi betri hugmyndir um okk-
ur útlendingana, svo að við fórum allir klæddir bezta bún-
ingi okkar.
Kirkjan var lítil en þéttskipuð fólki. Kerti brunnu á alt-
arinu, og töluverðum tíma var eytt í söng, en allur söfnuð-
rninn tók undir á mjög ósöngvinn hátt. Klukkurnar héngu
á miðju, en enginn tum var. Meðan presturinn7 (sem var
prófastur) gerði bæn sína fyrir altari var hann klæddur í
útsaumað klæði, nákvæmlega eins og klæði kaþólskra. Hann
söng oft einn, og þar sem svo vildi til að hann hafði enga
rödd og ekki snefil af hugmynd um tónlist, vakti þetta hinar
kátlegustu hugsanir hjá okkur áhorfendum. Við hegðuðum
okkur með allri hófsemi og velsæmi, og allan daginn sást
ekki hið minnsta merki um vinnu eða gleðskap hjá mönnum
okkar, en það var fremur óvenjulegt, þar sem þeir vom
meira en þrjátiu og nýlentir í nýju landi.
Eftir messu fómm við til stiftamtmanns og borðuðum mið-
degisverð samkvæmt boði hans í gær. Hann veitti okkur
höfðinglega að dönskum sið. Eftir matinn gekk hann með
okkur um landareign sína og sýndi okkur garð sinn, en hann
var að nokkru leyti grafinn niður og að nokkru leyti girtur
afarhámn garði úr torfhnausum og grjóti. Þar uxu margar
grænmetistegundir, rófur og ýmsar aðrar tegundir garðávaxta
í fullum blóma. Auk þess hafði hann látið gera eins konar
gróðurhús úr fumborðum sem voru tekin upp eða lögð yfir
til skjóls eftir veðrinu. Beztu ávextir þess vom þó aðeins
grænmeti o. s. frv., lítið eitt betra en það sem þreifst í garð-
inum. Neðan við hús hans var búgarður hans með hér um
bil ekru lands þar sem hveiti, rúgur og bygg var í góðum
vexti að því er virtist. Hann sagðist ekki búast við uppskeru
á fullþroskuðu korni, því að annaðhvort stormur eða frost