Skírnir - 01.01.1950, Page 227
Skirnir Dagbókarbrot úr Islandsferð 1772 217
eyðilegði það alltaf um það leyti sem það væri að ná full-
um þroska.
31. ágúst. Ég hafði heyrt í gærkvöldi að sýslumaðurinn
væri með einhverjar smámóthárur gegn því að opna húsin,
svo að ég gerði mér ekki miklar vonir um að setjast þar að
í dag. Ég tók því fiskistöngina mína og fór þangað sem lít-
ill lækur rann út í fjörðinn ekki langt frá skipinu, en þar
hafði ég séð marga silunga. Ég veiddi bráðlega í væna mál-
tíð, og þegar ég var að hætta kom sýslumaðurinn mér þægi-
lega á óvænt, en hann var kominn til þess að afhenda okk-
ur húsin til umráða og gerði það með nokkurri viðhöfn. Þó
að húsgögnin væru varla tuttugu skildinga virði gerðum við
nákvæma skrá yfir þau og fengum honum eftirrit af herrni
en tókum við lyklunum. Við höfðum nú fjögur herbergi í
þremur húsum, borðstofu þar sem sumir okkar sváfu, setu-
stofu þar sem teiknaramir teiknuðu og sváfu,8 eldhús og loft
þar sem þjónarnir bjuggu. Afgangurinn af húsunum voru
vörugeymslur sem nú voru fullar, en þær voru innsiglaðar
með mikilli viðhöfn en litlu vaxi.
Annað er ekki að segja um þennan dag. Um kvöldið fór-
um við um borð, ánægðir með framkvæmdimar.
1. sept. Mestur hluti dagsins fór í að flytja húsgögn okk-
ar og rúm í land. Við fengum myndarlega gjöf af fiski frá
amtmannsfrúnni9 sem við höfðum kynnzt alveg sérstaklega.
Við urðum þess vísari að stiftamtmaðurinn hafði gefið hin-
ar þægilegustu fyrirskipanir okkur til handa, við áttum að
fá alla hluti á verði verzlunarfélagsins. Um kvöldið keyptum
við kind fyrir einn ríkisdal eða hálfan fimmta skilding og
sömuleiðis dálítið af mó til eldamennsku, sem ekki var sér-
staklega mikil. Síðan fómm við út til þess að safna plönt-
um svolítið, svo að okkur yrði ljósara hvers við mættum
vænta.
2. sept. Sváfum á landi í nótt. Híbýli okkar vom ekki
miklu rúmbetri en um borð, en þægindin sem fylgdu því
að þurfa ekki að eyða tíma í að fara fram og aftur í skipið
gerðu þau nytsöm. Margt fólk kom um morguninn með
mjólk, smjör og krækiber og bláber, en við keyptum þetta