Skírnir - 01.01.1950, Page 228
218
Sir Joseph Banks
Skímir
allt og til þess að ýta undir verzlunina gáfinn við öllum
sem komu smágjafir, tvo yards af borðum eða dálítið af tó-
baki. Það mátti fólkið eiga að engir gátu verið kurteisari en
þeir eða þakklátari fyrir smágjafirnar sem þeir fengu.
3. sept. Drógum fyrir og veiddum meira en fimmtíu geysi-
fallega silunga í sjónum við árósinn. Sjálfur fór ég að safna
plöntum með dr. Solander, en við fundum aðeins fáar jurtir
vegna þess hve áliðið var orðið sumars og margar vafalaust
hættar að blómgast. Þær sem við fundrnn voru yfirleitt hin-
ar sömu sem vaxa á hálendi á Englandi, eins og sjá má af
skránni í viðbætinum.10 Lækniskunnátta dr. Linds hafði orð-
ið kunn þegar á fyrsta degi, og fjölmenni leitaði nú til hans.
Hann útbýtti margvíslegum meðölum og að því loknu lét
hann alla sjúklinga sína verða fyrir rafmagnshöggi, sem virt-
ist koma þeim mjög á óvart, en hafði engin þeirra spaugi-
legu áhrifa sem við bjuggumst allir við. Þegar þeir fengu
höggið litu þeir allir út eins og flón sem hefur fengið óvænt-
an löðrung, en ekkert fjörlegt viðbragð kom í ljós, og það
var ekki glæsilegt merki um fjörugar gáfur hjá þessum nýju
vinum okkar.
4. sept. Aftur dregið fyrir á sama stað og í gær, en eng-
inn fiskur fékkst. Við fórum aftur að safna plöntum, en fund-
um varla nokkra jurt sem við höfðum ekki séð í gær. Um
kvöldið komu stiftamtmaður, amtmaður og sýslumaður í
heimsókn. Þeir komu allir til að spyrja hvort húsakynnin
væru þægileg og við sjálfir fullkomlega ánægðir. Báðum
spumingum höfðum við fyllstu ástæðu til að svara játandi.
5. sept. Herra Troil og ég gengum í dag framhjá stað sem
á kortinu er kallaður Hvaleyri og rákumst þar af tilviljun
á hraunstraum sem virtist geysi-víðáttumikill og þakti allt
landið eins langt og augað eygði og fyllti hvem dal á hvora
hlið sem var meðfram rennsli sinu. Frá jaðrinum og hér um
bil hálfa mílu í áttina að miðjunni var hann eintómar smá-
hæðir, og yfirborð þeirra var yfirleitt fremur slétt, en gárótt
alveg eins og málmur eftir bræðslu, þegar gjallið fer að
harðna ofan á honum. Þessar gárur höfðu fengið á sig þús-
undir ólíkra myndana, líklega eftir því sem vindur eða aðr-