Skírnir - 01.01.1950, Side 229
Skímir
Dagbókarbrot úr Islandsferð 1772
219
ar orsakir höfðu haft áhrif á hið bráðna efni. Inni í hraun-
inu var staður sem hægara er að ímynda sér en lýsa. Hraun-
straumurinn hafði hér verið hraður og stöðugt brotið flögur
af yfirborði sínu jafnóðum og það storknaði. Þessar flögur
hafði hann borið með sér, oft á rönd, og hlaðið upp hólum
sem voru aðallega úr steinhellum, oft mjög stórum, sem
stóðu á rönd. Öþolandi var að ganga á þeim og auganu voru
þær sundurtættari en nokkur hlutur sem ég hef áður séð.
Þetta svæði var nærri tvær mílur á breidd, en hinum megin
var flatlendi, þakið sléttu hrauni eins og áður var lýst, eins
langt og augað eygði, sennilega allt frá rótum næstu fjalla,
hér um bil tíu mílur frá okkur. Fyrir neðan okkur var sjór-
inn, en í hann hafði þessi gífurlegi eldstraumur runnið.
Þegar við komum heim og fórum yfir hið óslétta land sem
hús okkar stóðu á sannfærði líking þessa svæðis og hins okk-
ur fullkomlega um að það væri líka hraunstraumur, aðeins
miklu eldri en hinn sem við höfðum séð. Sennilegt virtist
einnig að hann hefði sprungið í tætlur í jarðskjálftum, ef
til vill samfara síðara gosinu.
Þegar við spurðumst fyrir hjá hinum skynsömustu meðal
Islendinganna sögðu þeir okkur eftirfarandi sögu:
„f sögnum okkar segir að skömmu eftir að Norðmenn
komu til eyjar þessarar hafi allur suðvesturhluti hennar
brunnið af jarðeldi, einkum þetta svæði og öll Gullbringu-
sýsla. Fyrir þann tíma er sagt að Geirfuglasker sem liggja
út af Reykjanesi hafi verið landföst. En þá sökk landið á
milli svo djúpt að skip geta nú hættulaust siglt um sundið.
Klettar þessir standa lóðrétt upp úr sjónum, hærra en nokk-
ur skipssigla, og við vitum að þeir eru úr nákvæmlega sams-
konar bergi og hraunflóð þau sem við köllum hraun [Hrauns],
en að það séu hraunstraumar er ljóst af samanburði við slíka
strauma sem runnið hafa nú á tímum. Straumarnir tveir
sem þið sáuð eru næstir þessum stað, en alls staðar í hér-
aðinu sem við töluðum um er hver dalur fullur af sama efni
á svæði sem er 20 danskar, 120 enskar, mílur á lengd. Upp-
tök þessara eldstrauma getum við ekki staðsett með vissu, en
höldum að þau séu í fjalli sem kallað er Hellisheiði, en það