Skírnir - 01.01.1950, Page 231
Skímir
Dagbókarbrot. úr Islandsferð 1772
221
eftir að þau höfðu útskýrt fyrir okkur að tónlist væri hrós-
verð athöfn, jafnvel á sunnudegi. Þau sátu hjá okkur fram
í myrkur, en þá stigu hæði menn og konur á bak litlu hest-
unum sínum og riðu á spretti yfir úfna hraunstraumana
eftir mjóum götrnn, og það með öryggi og óttaleysi sem vakti
furðu okkar, því að við vorum sannfærðir um að enskir hest-
ar hefðu ekki getað staðið þrjú spor á slíkum vegi, og enskir
menn hefðu því áreiðanlega orðið næsta skelfdir ef þeyst
hefði verið með þá eftir honum með slíkum hraða.
Nokkrar skýringar.
1 Jón Espólín (fslands Árbækur XI 3) gefur þessa skýringu á ótta
íslendinga við enska skipið: „hræddust menn þat í fyrstu, ok hugdu
Tyrkja vera, þvíat siglíng var ókennileg, en þeirra koma snemma á
17du öld var þá enn í margra manna munni; einn landsmadr dirfdist
at róa fram til þess, ok fylgdi inn á höfn, ok gjördi þat engum mein“.
2 L. A. Thodal, stiftamtmaður 1770—85.
3 Guðmundur Runólfsson, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýsl-
um 1753—80. Bjó á Setbergi við Hafnarfjörð.
4 Ölafur Stephensen, amtmaður yfir öllu landinu 1766—70 og í
norður- og austuramtinu 1770—83. Hann bjó þá í Sviðholti.
5 Eftir að Struensee var steypt úr völdum snemma árs 1772 skildi
Kristján VII við drottningu sína Karoline Mathilde, en hún var systir
Georgs III Englandskonungs. f fyrstu átti að halda drottningu í fang-
elsi, en Georg III heimtaði að henni yrði sleppt úr landi og heiman-
mundur hennar endurgreiddur; þetta komst í kring vorið 1772.
6 Það var Þorsteinn Jónsson, bóndi á Hvaleyri (sjá Islandica XVIII
20).
7 Prestur í Görðum (og prófastur) var þá Guðlaugur Þorgeirsson
(1711—89).
8 Orðaleikur í frumtexta: „a drawing room proper in which the
draughtsmen drew and slept.“
9 Kona Clafs Stephensens var Sigríður Magnúsdóttir (amtmanns
Gislasonar).
10 Þessi skrá er ekki í handritinu; aftur á móti er til í handriti skrá
eftir dr. Solander um jurtir sem þeir félagar söfnuðu (sjá Islandica
XVIII 14).
11 f bréfasafni Solanders er varðveitt boðsbréf (á sænsku) frá Banks
til Thodals „og beggja ungfrúnna“ til miðdegisverðar næsta sunnudag
(pr. í Islandica XVIII 10). Sennilega er hér um sama heimboðið að ræða.