Skírnir - 01.01.1950, Side 234
224
fiitfregnir
Skímir
Beck hér aS vísu oftast velja skynsamlega og hófsamlega skáldin til sögu
sinnar. En jiar sem dyr hans til bókmenntasögunnar eru allnokkru
þrengri inngöngu en hjá Stefáni, verða ekki alls kostar rétt hlutföllin
milli mergðar lausamálshöfunda og ljóðasmiða á því allsherjar skálda-
þingi, sem þeir félagar hafa hér saman kvatt. fslendingar hafa lengstum
á þessu tímahili átt hæði fleiri og merkari ljóðskáld en rithöfunda, þar
til helzt á síðustu áratugum, einkum eftir 1930. — En hlutföll og við-
horf til valsins verður nokkuð annað, þegar til Vesturheims kemur. Það-
an gat Stefán 11 rithöfunda sérstaklega, en Beck 29 skálda (auk þeirra,
sem ort hafa eða þýtt á ensku, og telur hann þó sjálfan sig til hvorugs
hópsins fyrir hæversku sakir). Ég hef að visu engan veginn skapað mér
yfirlit yfir hókmenntir Vestur-fslendinga, og sízt skal í efa dregið, að
flest sé þar að tiltölu af ljóðskáldum. En bágt er að trúa því, að af þeim,
sem hlutgengir eru til bókmenntasögunnar, séu í Vesturheimi nærfellt
þrisvar sinnum fleiri skáld en rithöfundar á sama tíma og rithöfundum
beri vinningurinn austan hafs. Þetta ríkulega ljóðskáldatal Becks frá
Vestur-íslendingum kom Stefáni Einarssyni meira að segja á óvart, eins
og ljóst er af ritdómi hans um bók Becks í Heimskringlu 12. júlí 1950,
þar sem hann getur til þeirrar skýringar, að vestan hafs hafi rithöfund-
ar síður gefið út verk sín í bókarformi en ljóðskáld og fylgt þar ríkjandi
tízku ættarlandsins á þeim tíma, er þeir fluttust þaðan. Þetta er þó ekki
eina skýringin, því að Beck getur allnokkurra skálda vestra, þótt ljóð
þeirra hafi ekki birzt í sérstökum bókum, en engra slíkra frá íslandi,
sem var og ekki ástæða til á því skeiði, sem hér um ræðir. Og Stefán
gat yfirleitt engra, sem höfðu ekki gefið út eftir sig bækur. Beck hefur
því breikkað inngöngudyrnar til bókmenntasögunnar, þegar til Vestur-
heims kom, ekki aðeins umfram það, sem hann hafði lokið þeim upp
hér eystra, heldur einnig framar því, sem Stefán hafði gert. Það er að
vísu þakkarvert að fá fjallað um sem flest skáld vestan hafs af því, að
til þeirra þekkjum við sízt, En hlutföll heildarmyndarinnar raskast hér
nokkuð af þessum tveimur ástæðum: að Beck er vægari í valinu vestan
hafs en austan, en Stefán jafntækari í sínu úrvali, fjölþreifnari en Beck
til Austur-íslendinga, en aðdráttaminni en hann varðandi Vesturheims-
búa. Æskilegast hefði ég tahð, að báðir hefðu haft álíka verðleikamat
til bókmenntasöguþegnréttar og Beck á íslendingum hér eystra.
Um fróðleiksefni sparar Beck sér ekki aðeins rúm vegna þeirra ævi-
söguþátta og þess þjóðhagsyfirlits, sem áður var hjá Stefáni komið og
fyrr var að vikið. Staðreyndatal hans um hvern mann er einnig minna
en var hjá Stefáni, en allt um það nægilegt í slikri bók. Finnst mér
mjög hóflegt hlutfall milli æviágripa skáldanna og útgáfutals verka þeirra
annars vegar og hins vegar lýsingar og greinargerðar á skáldskaparein-
kennum þeirra og bókmenntastöðu. Staðreyndavillur virðast og fremur
fáar og flestar meinlitlar. Hér skal þó bent á nokkrar missagnir eða
ónákvæmni.