Skírnir - 01.01.1950, Side 235
Skírnir
Ritfregnir
225
Benedikt Gröndal eldri mun ekki vera fæddur 1762 (bls. 9), þótt svo
hafi lengstum verið talið, heldur 1760 (shr. ritgerð Hannesar Þorsteins-
sonar í Skírni 1925, bls. 68—69 nm.). Stúdentsár Jóns Thoroddsens i
Kaupmannahöfn (hin fyrri) voru ekki 1841—47 (bls. 30), heldur 1841
—50. Mjög er það ofmælt (bls. 33), að ritdómur Gríms Thomsens um
H. C. Andersen 1855 (í Dansk Maanedsskrift) hafi verið „the first ap-
preciative evaluation in Danish of that great genius“, þótt raunar segi
Andersen sjálfur í bréfi einu (til Henriette Wulff 3. apr. 1855), að
þetta sé fyrsti ritdómur í Danmörku, sem viðurkenni, að hann sé skáld,
og komist líkt að orði í ævisögu sinni; en hann hafði löngum nokkra til-
hneigingu til að gera sjálfan sig að píslarvotti; í Danmörku höfðu ævin-
týri hans hlotið fulla viðurkenningu um 1850 og mjög mikla 5—10 ár-
um fyrr (sbr. t. a. m. langa ritgerð eftir C. Hauch um skáldskap (og
m. a. ævintýri) Andersens í Dansk Ugeskrift 30. jan. 1846, æviþátt
skáldsins í Dansk Pantheon 1845 eftir P. L. Moller, sem skrifaði einnig
mjög lofsamlega tun Nye Eventyr, 3. Samling, 1845 (endurpr. í Kritiske
Skizzer 1847), vinsamlegur ritdómur birtist um aðeins vikugamalt hefti
af Nye Eventyr í blaði Carls Plougs, Fædrelandet, 19. nóv. 1843, o. s.
frv.). Hitt er annað mál, að dómur Gríms var fyllsta ritgerð, sem þá
hafði verið skrifuð á dönsku um verk Andersens, hún jók enn hróður hans
i Danmörku, og sjálfum þótti honum ákaflega vænt um hana. —- Ljóð-
mæli Gríms 1895 eru ekki „mjög aukin“ útgáfa Ljóðmælanna frá 1880
(bls. 34—35), heldur algjörlega nýtt safn. Lýður Matthíasar Jochums-
sonar hóf ekki göngu sína 1889 (bls. 52), heldur haustið 1888. Fyrsta
kvæði Bólu-Hjálmars var ekki prentað 1858 (bls. 65), heldur 1857 (Drep-
lingur í ársritinu Húnvetningi). Það er ekki alls kostar nákvæmt (bls.
66), að Hjálmar hafi ávallt verið búsettur í Skagafirði eftir 1820, hann
bjó é Bakka í öxnadal 1822—24. Heimdallur 1884 var ekki ársrit (bls.
79), heldur mánaðarrit (rétt bls. 86). Afsakanleg er hjá Beck vestur í
Grand Forks landfræðiskekkja eins og sú, að Herðubreið gnæfi yfir
Mývatnssveit (bls. 119). Stefán frá Hvítadal dvaldist ekki í Noregi 1912
—16 (bls. 153), heldur 1912—15, og vann þar aldrei að skipasmiðum í
Bergen (bls. 153—54), heldur um skeið á skipaviðgerðaverkstæði í
Haugasundi, og kaþólska trú tók hann ekki formlega 1923 (bls. 157),
heldur 1924 (27. sept.), eftir að Heilög kirkja var ort (en allt þetta
mun Beck hafa tekið eftir formála Tómasar Guðmundssonar fyrir Ljóð-
mælum Stefáns). En hér skal ekki lengra gengið til slíks sparðatínings,
enda yrði afraksturinn litill.
Heimildatal Becks er þeim mun rikulegra en í bók Stefáns sem stað-
reyndatalið er styttra, og þykja mér þau skipti góð. Vissulega mætti
víðast hvar lengja heimildaskrámar um helming eða meira, og yrði
sumt þar ekki ómerkara en það, sem fram er talið. En vegna rúmleysis
hefur höfundur takmarkað tilvísanir sinar við það helzta, sem hann
hefur fundið í bókum og tímaritum, en ekki bent til neins í blöðum.
15