Skírnir - 01.01.1950, Side 236
226
Ritfregnir
Skírnir
Og yfirleitt er Jietta úrval hans vel gert og skynsamlega og að því mik-
ill fengur. Ekki hefði þó átt að fella undan sérstök rit, sem til eru um
skáldin, enda er flestra getið. Og ef til vill má segja, að ekki sé að þvi
mikil eftirsjá, þótt ekki sé t. a. m. talið með heimildum um Jónas Hall-
grimsson Islandsk Renæssance eftir Olaf Hansen. En nefna hefði mátt
Bólu-Hjálmarssögu Símonar Dalaskálds og Brynjólfs frá Minna-Núpi —
sem er efnismikil, þótt ónákvæm sé — og um Matthías afmælisritið, sem
David östlund gaf út, er hann varð sjötugur, og Aldarminningu hans,
er Leikfélag Reykjavikur stóð að (með leikskrá Skugga-Sveins), en í
báðum ritunum eru ýmsar góðar greinar. Eins hefði átt að telja mn
Bjama Thorarensen rit Björns Þórðarsonar Um dómstörf í landsyfirrétt-
inum 1811—1832 (Studia Islandica V) og benda á, að hafin væri útgáfa
á Bréfum Bjama, eins og minnzt er að sjálfsögðu á Bréf Matthíasar og
Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar. En þótt slíkt sem þetta hafi
af vangá undan skotizt í hók Becks, er auðsætt, að hann hefur kynnt
sér samvizkusamlega flest hið merkasta, sem um skáldin er skrifað, og
fært sér það vel í nyt, svo sem sjálfsagt var.
Efni sínu skiptir Beck í sjö kafla. Fyrst er stutt, en greinargott yfir-
lit yfir íslenzka Ijóðagerð frá upphafi vega og fram um 1800, hliðstætt
inngangskafla Stefáns um lausa málið, og er hér einkum stuðzt við rit-
gerð Sigurðar Nordals um samhengið í íslenzkum bókmenntum. Þá er
kafli um rómantísku skáldin og 9 talin, frá Bjama Thorarensen til
Kristjáns Jónssonar. Næst er fjallað um alþýðuskáldin Sigurð Breiðfjörð,
Bólu-Hjálmar, Pál Ólafsson og tvö minni háttar, auk fjögurra yngri
rimnahöfunda. Þá er stuttur þáttur um heimspekileg skáld og sálma-
skáld frá Bimi Gunnlaugssyni til Valdimars Snævars. Lengstur er fimmti
kaflinn, frá realisma til nýrómantikur, og tekur til 17 skálda, frá Jóni
Ólafssyni til Jakobs Smára, auk 15 veigaminni. Þar næst er kafli, sem
nefnist Samtíðarstraumar, byrjar við lok fyrri heimsstyrjaldar og telur
13 skáld, frá Stefáni frá Hvítadal til Guðfinnu frá Hömrum, og 5 Ijóð-
skáld minni. Lokakaflinn er svo um vestur-íslenzk skáld, 17 meiri hátt-
ar og 12 minni háttar, auk 8, sem ort hafa á ensku.
Ef borið er saman við bók Stefáns, sést, að flokkaskipting er hér all-
mjög með öðnun hætti en þar er, enda ástæðulaust, að þessar hækur
séu neinar „samlokur“, þótt hvor reki sinn þátt sama tímabils. Það er
hvorttveggja, að ekki verða ávallt um sömu mundir straumhvörf eða
þáttaskil í sögu ljóðagerðar og lausa málsins, og svo hafa höfundamir
tveir hér ekki alls kostar sömu sjónarmið til söguskipanar sinnar. Segja
má, að Stefán hafi hér að sumu leyti ætlazt meira fyrir en Beck, viljað
skapa meiri sögu, marka enn skýrar strauma og stefnur og skipa hverj-
um höfundi þar í sitt tiltekna rúm. Hjá Beck eru bókarkaflarnir ekki
aðeins færri —- 7 hjá honum, þar sem þeir voru 17 hjá Stefáni — held-
ur er og flokkun skáldanna öll frjálslegri, bókmenntasöguleg kenni-
merking þeirra ekki eins ströng; en þá hljóta skáldamyndir oft sjálf-