Skírnir - 01.01.1950, Page 242
232
Ritfregnir
Skírnir
virðist hann hafa takmarkaðar mætur á starfsaðferðum svonefnda ,.lærðra“
manna. Efnisval hans er allvíða harla handahófslegt, t. a. m. ekki minnzt
á eitt af beztu núlifandi Ijóðskáldum okkar, Jón prófessor Helgason, og
efnishlutföll oft undarleg og stundum skipað saman í kafla mjög sundur-
leitu efni, en lítt hirt um að segja frá í timaröð. Bókin er því næsta
kerfislaus. En hver, sem skipan hennar hefði verið, er bókmenntalestur
höfundar hvergi nærri nógu samfelldur né vandaður sem undirstaða í
bókmenntasögu — þótt allvíða hafi þar verið gripið niður — og ásköp-
uð, en nokkuð skeikul skáldskapartilfinning hans fær þar engan veginn
bætt upp það, sem skortir á aðhald dómgreindar og sjálfsaga.
Hér skal gáð á eitt blað bókarinnar (121—22) til dæmis um efnis-
könnun og efnisskipan höfundar. Sagt er frá sögum Jóns Trausta. Fyrst
eru nefndar „Barnið, Heiðarbýlið og Grenjaskyttan, der alle handler om
hans fattige bamdomshjem pá Nordlandet", en Barnið og Grenjaskyttan
eru tvær af fjórum sögum, sem allar saman heita HeiSarbýliS, eru fram-
hald skáldsögunnar Höllu og hafa samfelldan söguþráð. Eru Heiðarbýl-
issögurnar með því merkilegasta í íslenzkri skáldsagnaritun, þótt bók-
menntasöguhöfundurinn viti hér auðsjáanlega ekki deili á nöfnum þeirra,
hvað þá meira. Næst segir frá 5 sögum eða sagnasöfnum Jóns Trausta,
m. a. Borgum, en síðan frá Höllu, sem er þó elzta skáldsaga (róman)
hans, og kemur hvergi fram, að hún og Heiðarbýlissögurnar séu einn
sagnabálkur. Loks segir: „Den roman, hvori hans livsindstilling kommer
klarest for dagen, er dog den til dansk oversatte Imod strommen11
o. s. frv., og er síðan heil blaðsíða um þá sögu, en hún er reyndar þýð-
ing á Borgum, sem höfundur hefur áður lýst, eins og hún væri allt
önnur saga.
Þannig er það oft, að höfundi tekst ekki að leyna því, er hann segir
frá ritum, sem hann þekkir ekki af eigin reynd. Hér skulu enn að sinni
aðeins nefnd tvö dæmi, lítil en glögg: „Professor Sigurður Nordal skri-
ver i et forord til en af disse (memoire)romaner „Saga Eldeyjar-Hjalta",
at hvis den blev oversat til fremmede sprog, ville den give et langt
bedre billede af Island end det man kalder rejsebeskrivelser. Det ville
selvfolgelig bero noget pá rejsebeskrivelsens kvalitet“, bætir höfundur við
(177). En hér leggur hann út af texta, sem er einbert hugarfóstur sjálfs
hans; það er hvergi minnzt á ferðalýsingar í formála þessum. —• Drep-
ið er á rit mitt um Jón Thoroddsen, „hvor intet synes glemt, end ikke
farvetillægsordenes forskellige procenttal" (203). En hér er mér eignað
meira en mér ber. Því fer svo fjarri, að þarna sé reiknuð út slík orð-
flokkahlutföll, að ég mæli þar beinlínis gegn þessum „starfsgreinum ný-
tízku stílfræði með orða- og orðflokkatalningu sinni, prósentureikningi og
línuritum, og er efins í, að þær leiðir liggi að kjarna listarinnar“ (584
—85). Hér er því málinu gjörsamlega snúið við.
Álíka nákvæmt er oft efniságrip þeirra bóka, sem höfundur virðist þó
hafa lesið. Honum getur jafnvel tekizt að koma tveimur missögnum