Skírnir - 01.01.1950, Side 248
238
Ritfregnir
Skímir
og þjálfunar, þess vegna verður saga þjóðar ekki samin allt í einu, þegar
áhugasömum útgefendum dettur í hug að láta prenta hana. Menntamála-
ráð og Þjóðvinafélagið hefur komizt að raun um, að fátt manna er til
í landinu, sem getur ritað nokkuð að gagni um íslenzka sagnfræði. Það
er e. t. v. of djarft að orði kveðið, að við höfum aðeins étt einn góðan
sagnfræðing siðustu 150 árin, en Þorkell Jóhannesson er ýkjulaust hezti
sagnfræðingurinn, sem við eigum, hæði að lærdómi og glöggskyggni.
Rit hans: Die Stellung der freien Arbeiter in Island og VII. bindi af
Sögu íslendinga — eru merkustu bækur um íslenzka sögu, sem komið
hafa út á 19. og 20. öld.
Sjöunda bindi af sögu íslendinga fjallar um tímabilið 1770—1830 eða
upplýsingaröldina svonefndu og er 575 síður eða um 10 blaðsíður fyrir
hvert ár að meðaltali. Bókin er að mestu frumrannsókn á þessu tíma-
bili, svo að höf. telur sig knúinn til þess að rita ýtarlega kafla um ýmis
efni, sem tæplega eiga heima í sagnfræðiriti sem þessu. Þar eð við eig-
um hvorki bókmenntasögu, hagsögu, menningarsögu, stjómmálasögu né
æviskrár og ævisögur merkra manna tímabilsins, reynir höf. að bæta
úr þessum skorti með því að fjalla allýtarlega um öll þessi atriði. Aftast
í ritinu er t. a. m. um 160 bls. kafli að mestu um bókmenntir, en ævi-
ágrip helztu söguhetjanna skipa óeðlilega virðulegan sess í bókinni. Af
þessum sökum verður hún harla höttótt og skiptist í lög, sem verða les-
andanum að ásteytingarsteini. Þótt erfitt muni reynast að finna hlið-
stætt verk meðal rita um sagnfræði á 20. öld, þá býst ég ekki við, að
hægt sé að fjalla um efnið á annan hátt en hér er gert, til þess að
ná því marki, sem höf. setur sér. Eflaust hefði honum sjálfum þótt
auðveldara að sleppa miklum hluta af persónu- og bókmenntasögunni
og e. t. v. hefði bókin orðið skemmtilegri aflestrar, en við íslendingar
að sama skapi snauðari að fróðleik um sögu þjóðarinnar. Lífið er ekki
eintómur leikur, og bækur geta eða öllu heldur mega ekki vera einber
skemmtan. Frumrannsóknir i sagnfræði, eins og birtast í VII. bindi af
Sögu íslendinga, verða að vera ýtarlegar og öruggar. Það eru einu kröf-
urnar, sem hægt er að gera til þeirra. Þorkell uppfyllir þær kröfur með
prýði, en auk þess er frásögn hans skemmtileg, þegar efnið gefur ástæðu
til slíkra hluta.
Upplýsingaröld er býsna glæsilegt orð, svo að maður skyldi ætla, að
tímabil, sem bæri slíkt nafn, væri bjart yfirlitum. Á árunum kringum
1800 gerast einnig stórbrotnir atburðir úti í heimi, en hér á Islandi
hjakkaði flest í sama fari. Reykjavík er lýst þannig, að löggæzla væri
þar engin að kalla. „Næturvörður bæjarins væri drykkfelldur og hirðu-
laus. Slökkvitæki skorti með öllu. Naumast nokkurt afbrot væri kært
né fyrir slíkt hegnt, en er sakir gerðist, jafnaði menn málin sín í milli.
Agaleysi ætti engin takmörk, og þjófnaður færðist æ meir í aukana."
1 fangahúsinu léku afbrotamenn mjög lausum hala, „þar á meðal kona
ein, er yfirrétturinn hafði dæmt til lifláts, og karlmaður, sem dæmd-