Skírnir - 01.01.1950, Qupperneq 249
Skirnir
Ritfregnir
239
ur hafði verið til þrælkunar ævilangt. „Refsilöggjöfin var geysihörð, en
Henrik Stamte, frægasti og skarpasti lögfræðingur í Danaveldi á ofan-
verðri 18. öld, lýsti því fyrir dómsmálastjórninni, að flestallar þjófnaðar-
sakir, er á Islandi gerðist, væri af neyð framdar." Sultur lá í landi, og
19. öldin heilsaði með harðindum, en harðindasögu landsins lýsir Þorkell
á þennan hátt: „Fénaðarfclli gerir vegna ills ósetnings, ef vetur var
í harðara lagi. Ef sæmilega áraði næsta ár, varð ekki verra úr, en héld-
ist harðindin í tvö ár, var sultur fyrir dyrum hjá allri alþýðu og þvi
næst hungursneyð, ef harðindin héldust lengur." Árið 1803 deyja hér
á landi tun 450 manns úr hungri og hungursóttum, en það er alls ekki
neinn fimbulvetur í sögu þjóðarinnar. Á árum Napóleonsstyrjaldanna
varð hér geysileg dýrtíð, svo að gengi peninganna féll um 1760 stig,
en æðstu embættismenn landsins börðust í bökkum við að draga fram
lífið á launum sínum. Riskupinn, Geir Vídalín, varð í rauninni gjald-
þrota, en vorið 1807 farast honum þannig orð um ástandið: „Þótt enn
hafi enginn dáið úr hor hér á Nesi, þá gengur fjöldi hér um hvitt,
bleikt og holdlaust eins og vofur“, en höndlunarmenn hugðu sér lítið
hóf um ríkilæti og stórveizlur, og í Reykjavík var ekki „fyrirhyggja
höfð um annað en fédrátt og skart.“
Þegar við höfum lesið þvílíkar lýsingar á afkomu manna á 19. öld,
hljótum við að líta fyrri aldir og jafnvel þjóðveldistímann öðinm aug-
um. Hungur hefur sennilega legið hér í landi á hverju vori fram að
siðustu aldamótum, þess vegna verður menningarbarátta þjóðarinnar því
furðulegri sem okkur verða ljósari þeir erfiðleikar, sem fólkið á við að
stríða. Þótt ömurlegt sé um að litast á upplýsingaröld, þá boðar hún
nýja og betri tíma. ÍJti í veröldinni geisa byltingar og stórveldastríð,
en hér heima kveðjum við gamla tímann á fremur friðsaman hótt.
Alþingishaldið á Þingvelli er lagt niður, réttarfarsmálum breytt í mann-
úðlegra og skynsamlegra horf, biskupsstólarnir eru sameinaðir og flutt-
ir til Reykjavíkur, og kaupstaðir taka að myndast. Fyrstu tímaritin og
bókmenntafélögin eru stofnuð hér á landi, og menn fara að skrifa og
yrkja um alls konar hagnýt efni, svo að betur hefur ekki verið gert í
annan tíma. Við eignumst margt ágætismanna, sem eru fullir af ást
á þjóð sinni og framfarahug, en baráttan reynist þeim örðug. Jón Eiríks-
son gefst upp og styttir sér aldur, Skúli Magnússon deyr öllu rúinn, og
Magnús Stephensen sér nýja tímann vaxa sér yfir höfuð. Þetta eru
stærstu nöfn tímabilsins. En það er kominn skriður á gang málanna
hér heima. Ný öld hleypir í garð, en miðaldirnar kveðja. Islenzkri sögu
hefur verið skipt í ýmis tímabil, en oft er erfitt að koma þeirri skipt-
ingu heim við þáttaskil í sögu annarra Vesturlanda, þangað til um
1800. Þá hefst hið nýja tímabil borgarstéttarinnar og verkalýðsins í
mannkynssögunni, og einangrun fslands er að nokkru rofin.
íslenzkum sagnfræðingum hefur almennt hætt til þess að fjalla um
sögu fslands eins og sjálfstæða heild, lítt háða erlendum atburðum. Þor-