Skírnir - 01.01.1950, Síða 251
Skímir
Ritfregnir
241
skeið vaxandi þjóðernishyggrju og umbótahugar. Eftir hörmungar móðu-
harðindanna taka Islendingar smám saman að rétta við, og grundvöllur
er lagður að þeirri þjóðfélagsþróun, sem síðan hefur haldizt órofin á
Islandi. Björn Þorsteinsson.
T. C. Lethbridge: Herdsmen and Hermits. Camhridge 1950.
1 Skirni 1948 skrifaði ég ritfregn um Merlin’s Island eftir T. C. Leth-
hridge í Cambridge. Hann hefur nú gefið út aðra bók, enn skemmti-
legri en hina fyrri og enn nákomnari oss Islendingum. Hún heitir
Herdsmen and Hermits, Celtic Seafarers in the Northem Seas. Ekki
þykist Lethbridge þurfa að heiðra allt sama og aðrir. Þessi bók er full
af nýstárlegum hugmyndum, sem höfundur játar ósmeykur, að kunni að
vera rangar, hann gengur ekki um með spekingssvip né þykist vita all-
an sannleik, en er síspyrjandi og bregður upp leiftrandi myndum af þeim
svömm, er í hug hans koma.
Aðalefni þessarar bókar er um siglingar Kelta norður um höf, en
hún hefst á almennu yfirliti yfir forsögu Skotlands og þróun þjóðanna
þar. Lethbridge er það sífellt undrunarefni, hve seint Island byggðist,
og getur ekki slitið úr hug sér þá mörgu möguleika, sem menn á Bret-
landseyjum hafa haft til að finna og nema landið, löngu fyrr. Hann
spyr, hvort steinaldarmenn þeir, sem fluttu steingrafasið sjóleiðis frá
Spáni til Frakklands, Englands og Irlands, hafi ekki einnig farið til
Færeyja og Islands. Hitt þykir honum þó enn sennilegra, að bronsaldar-
menn, sem um langan aldur ráku miklar kaupsiglingar frá Irlandi
norður fyrir Skotland og austur yfir Norðursjó allt frá því um 1200
f. Kr., hafi komizt til Islands. Engar minjar steinaldar- eða bronsaldar-
manna hafa þó fundizt á Islandi, en að því gæti rekið, hyggur Lethbridge.
„Ég vorkenni þeim, sem fyrstur finnur bronsaldarminjar á íslandi, og
vona að hann tyggi skro“, segir hann.
Lethbridge er sannfærður um, að Thule sé Island og hafi Pytheas
annaðhvort farið þangað sjálfur eða haft spumir af því hjá sæfarendum,
sem þangað hafa siglt fyrir 300 f. Kr. Á þeim öldum flæddu keltneskir
þjóðflokkar yfir Bretlandseyjar og komu miklu losi á þjóðir þar. Eitthvað
af því uppflosnaða fólki kynni að hafa flæmzt allt til Islands og getað
frætt Pytheas. En sönnunina vantar enn sem fyrr, engin merki slíkra
siglinga hafa fundizt hér á landi. Sama er að segja um „broch“-þjóðina,
keltneskan þjóðflokk, sem skyndilega skýtur upp í Norður- og Vestur-
Skotlandi skömmu fyrir Krists burð og lét eftir sig hinar undarlegu
borgir, „brochs“, um allar Orkneyjar og Hjaltland. Það hefðu getað
verið menn af þessari þjóð, sem sigldu til Islands og vom heimildar-
menn Pytheasar. En rústir „hjólhúsa" eða ‘borga’ eru þó óþekktar hér.
Sérstakan þátt hefur Lethbridge um Kelta á Islandi. Hyggur hann
enn sem fyrr, að siglingar þeirra til Islands hafi hafizt fyrr en viður-
kennt er og byggð þeirra hafi verið miklu umfangsmeiri en talið hefur
16