Skírnir - 01.01.1950, Side 252
242
Ritfregnir
Skímir
verið. Ekki er hann frá því, að rómversku peningarnir frá Austfjörðum
séu minjar um rómversk-brezkt skip hér við land um 300 e. Kr., en
varpar þó fram þeirri spurningu, hvort þeir séu merki þess, að kristnir
menn hafi þegar á dögum Diocletians verið farnið að leita til Islands.
Nálægð peninganna við Papa-örnefni virðist honum benda til þess. Þegar
Patrekur biskup vísar Örlygi Hrappssyni á bústað undir Esjunni, er það
bersýnilega eftir nákvæmri lýsingu, sem hann hefur haft af þessum stað.
Yestmannaeyjar heita ekki eftir þrælum Hjörleifs, það er skýringarsaga,
heldur hafa þær nafn af munkabyggð, sem þar hefur verið. Aðrar til-
gátur Lethbridges hafa við minna að styðjast, eins og sú, að klaustur
hafi verið sett í Flatey, af því að menn hafi vitað, að þar væri áður
keltneskt klaustur, eða sú, að Hellismenn Landnámu kunni að hafa ver-
ið Keltar. Um hellana á Suðurlandi heldur hann helzt, að þeir muni
vera Papaverk, og verður ekki séð, að hann hafi lesið hina ítarlegu rit-
gerð Matthíasar Þórðarsonar um þá í Árbók fornleifafélagsins 1930—31.
Maður eins og Lethbridge ætti að geta lesið islenzku, ekki sízt þar sem
hann segir sjálfur, að íslenzkar fornbókmenntir ætti hver menntaður
maður að lesa, þær standi forngrískum bókmenntum jafnfætis. Yfirleitt
er kaflinn um Kelta á Islandi drýgri að hugmyndaauði en staðgóðum
rökfærslum. Djarflegar tilgátur gegna þó sinu hlutverki, þótt rangar
kunni að reynast.
Lethbridge fjallar í bók sinni einnig um landnám íslendinga á Græn-
landi og hvarf þeirra þaðan. Honum þykir augljóst, að Vestribyggðar-
menn hafi flutzt til Ameriku og Eystribyggðarmenn hafi á sínum tíma
gert slíkt hið sama eða hafi að öðrum kosti verið fluttir til Evrópu, helzt
Englands, og spáir þvi, að einhver grúskari muni fyrr eða síðar rekast
á heimild um það í skjalasöfnum í Bristol. Þessi tilgáta vekur til hugs-
unar, en hitt er lakara, að Lethbridge virðist ekki frá að trúa á Ken-
sington-steininn. Engilsaxar virðast vera ginnkeyptari fyrir steini þess-
um en Norðurlandamenn.
Aftast í bókinni er að finna brjáðsnjalla skilgreiningu á þeirri atvinnu-
menningu, sem fólk lifði við á miðöldum, í öllum aðalatriðum eins í
Wales, írlandi, Vestur-Skotlandi, Færeyjum, Noregi, íslandi og Græn-
landi. Það er sú atvinnumenning, sem nú er að fjara út í þessum lönd-
um, en fólk á miðjum aldri og eldra man og ólst upp við og tók harla
litlum breytingum frá steinöld og fram á vélaöld. Eins og alltaf færir
Lethbridge oss nærri lifandi lífi þess fólks, sem hann er að skrifa um.
Þótt forngripir séu góðir, gleymir hann því ekki, að meira er vert um
manneskjumar, sem gerðu þá. Kristján Eldjárn.
Philologica: The Malone Anniversary Studies. Baltimore 1949.
Rit þetta er samið til heiðurs Kemp Malone sextugum, á 25 ára starfs-
afmæli hans við Johns Hopkins háskólann í Baltimore í Bandarikjunum.
Kemp Malone hefur jafnan látið íslenzk fræði til sín taka og t. d. samið