Skírnir - 01.01.1950, Page 253
Skímir
Ritfregnir
243
rit um hljóðfræði íslenzks nútímamáls. Hafði hann áður dvalizt á Islandi
og numið tungu vora. En hitt mun mönnum hér heima ókunnara, hvem
skerf hann hefur lagt til enskra fræða og þó einkum engilsaxneskra.
Er ritskrá hans hirt aftast í afmælisritinu og nær yfir árin 1918—1948.
Sést þar bezt, hvílikur afreksmaður Kemp Malone er — og vonandi, að
hann eigi enn langan og bjartan starfsdag fyrir höndum.
Höfundar afmælisritsins em 43 að tölu og viðfangsefnin að vonum
margvisleg, allt frá fornenskum gátum til amerikskra nýyrða. En flestar
eru Jió greinamar um þau efni, er vita mátti, að væru afmælisbarninu
hugstæðastar, hinar fornu ensku bókmenntir.
Tvær greinar em í ritinu eftir Islendinga. Skrifar Stefán Einarsson
þar um Icelandic popular poetry in the MidLdle Ages, en það er sama
grein og birtist í Skírni 1949, Alþýðukveðskapur frá mifiöldum, nema
Skírnisgreinin er fyllri, dæmin sem tekin em fleiri. Er í ritgerð þess-
ari, svo sem lesendur Skírnis mega sanna, ágætt yfirlit um 3 helztu
flokka þessara bókmennta, þ. e. dansstefin, rímurnar og sagnadansana.
Hin greinin er eftir Bjöm Guðfinnsson og fjallar um hv- og fo-fram-
burð á Islandi. Skýrir Bjöm nokkuð frá rannsóknum sínum á þessu
efni, hvar lönd skilur og hvert stefnir. En fo-framburður sækir nú á,
svo að eigi verður um villzt. Reynir höfundur síðan að sýna, með hverj-
um hætti breytingin hv > kv hefur orðið, og kemst að þeirri niðurstöðu,
að hv hafi varðveitzt lengur undan kringdum uppmæltum sérhljóðum
en hinum frammæltu gleiðu. En þar komi þó ýmislegt fleira til greina,
t. d. virðist svo sem breytingin fari sinar leiðir í sumum spurnarorðum,
ekki sízt ef þau em áherzlulaus. Spyr Björa að lokum, hvort of djarft
mundi að ætla, að breytingin hv > kv hafi byrjað í spumarorðum, þar
sem frammælt sérhljóð gleið eða [a] fóru næst á eftir hv.
Fáeinar greinar fjalla um efni, sem em á mörkum norrænna og suð-
rænna bókmennta. Ég nefni sem dæmi greinarnar The adaptation of
Other World motifs to medieval romance eftir Howard R. Patch og
The Saint Mercurius legend eftir Laura Hibbard Loomis. — Er í hinni
fyrri t. a. m. rætt um Jórsalaför Karlamagnúss og hina furðulegu höll,
sem þar er lýst og viða getur í fornum sögum, og reynt að skýra,
hvernig sá þáttur hafi upphaflega orðið til.
Þótt ýmsar séu ritgerðir bókarinnar hin harðsvíraðasta málfræði, em
aðrar í léttari tón, svo sem greinin: On word studies in Chancer eftir
D. D. Griffith. Ræðir höfundur fyrst um það, hvernig lesandinn eftir
langar rannsóknir á verkum einhvers stórskáldsins fer að finna til skyld-
leika með sér og meistaranum, unz hann er orðinn svo kunnugur hug-
myndum skáldsins, orðavali þess, orðalagi og stílbrögðum, að honum
þykir sem hann geti talað máli þess. En þar megi þó vara sig, saman
við þetta blandist skáldskaparskyn og skáldlegt ímyndunarafl rannsak-
andans sjálfs og áhrif frá verkum annarra skálda. Valdi því mjög, hver