Skírnir - 01.01.1950, Page 255
Skírnir
Ritfregnir
245
Mega hinar tvær síðastnefndu greinar vel verða til að vekja oss til
athugunar á því, hvar íslenzk tunga er á vegi stödd í þessum efnum
á miðri 20. öld. Hlynnum vér sem skyldi að vaxtarbroddi tungunnar,
og slökum vér ekki um of til við þá, sem misþyrma henni í ræðu og riti?
Finnbogi GuSrnundsson.
Leikrit ársins.
Indriði Einarsson: Nýársnóttin, sjónleikur í fimm þáttum. Þriðja
útgáfa. Bókaforlagið Fagurskinna, Rvík 1950.
Einhver góður maður sagði, að það þyrfti að sýna Nýársnóttina ó tíu
ára fresti, svo að öll skólaböm ættu þess einhvern tíma kost að sjó ósvik-
inn íslenzkan ævintýraleik. Það er nokkuð til í þessu, en víst er um
það, að yngri kynslóðin tekur sýningu ó Nýársnóttinni ávallt með fögn-
uði. Er þess þá að vænta, að lestrarfúsir unglingar taki fegins hendi
nýrri útgáfu leiksins, en hann hefur verið ófáanlegur hjá bóksölum um
nokkurt skeið. Bókin er snotur að öllum frágangi, viðhafnarlaus og ódýr,
nær þannig þeim tilgangi að komast í hendur flestra, sem annars sinna
leikritum og lesa þau. Dóttir skáldsins, frú Eufemia Waage, ritar for-
málsorð, en bókin er gefin út að tilefni vígslu Þjóðleikhússins.
Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur, leikrit í 4 þáttum. Heims-
kringla, Rvík 1950.
Fjalla-Eyvindur er eitt öndvegisrita í íslenzkri leikritun. Það var ann-
að viðfangsefni Þjóðleikhússins, er það hóf starf sitt á liðnu vori. Að því
tilefni hefur Heimskringla gefið leikritið út í viðhafnarútgáfu, prýtt
myndum eftir Jóhann Briem listmálara. Er leikritið prentað orðrétt eftir
útgáfu Máls og menningar á Ritum Jóhanns Sigurjónssonar (Rvík 1940),
en að auki hinn upphaflegi endir leikritsins samkvæmt eiginhandarriti
Jóhanns, sem kom í leitimar, þegar leikrit og hlutverk frá Leikfélagi
Reykjavíkur voru skrásett í bókasafni Þjóðleikhússins. 1 útgáfu Máls og
menningar hafði Gísli Ásmundarson þýtt leikslokin eftir dönskum texta
og leyst það prýðilega af hendi, en þó er þýðingin sem svipur hjá sjón,
er maður her saman háðar gerðir. Handbragð leikritaskáldsins lýsir sér
svo að segja i hverri setningu. Er samanburðurinn hvort tveggja, skemmti-
legur og lærdómsríkur fyrir hvern þann, sem hefur áhuga á leikritun.
Otgáfa Heimskringlu er hið eigulegasta rit, en sennilega munu menn
ekki tíma að hafa það í harðbráki á leikæfingum, þegar sýna á leikritið,
og er þvi enn óbætt úr skortinum á handhægri útgáfu á Fjalla-Eyvindi
eins og svo mörgum öðrum íslenzkum leikritum, sem eru orðin fágæt
á bókamarkaðinum.
Halldór Kiljan Laxness: Snæfríður íslandssól, leikrit í þrem þátt-
um. Helgafell, Rvík 1950.
Ekki er vandlæst nema þrílæst, og var „opnun“ Þjóðleikhússins ekki